Open site navigation

Eruð þið bara með hópatíma?

Nei, það er líka hægt að vera með kort bara í ræktina (sjá verð hér).

Hvernig er opið?

Fyrir iðkendur Kvennastyrks er opið alla virka daga milli klukkan 6.30 til 21.00 og um helgar frá 9.00-18.00.

Er alltaf starfsmaður á staðnum?

Nei, iðkendur Kvennastyrks fá aðgang að lyklaappi sem gerir þeim kleift að opna hurðina þegar hún er læst á opnunartíma.

Eruð þið líka með verslun?

Já, við seljum kvenfatnað, íþróttaföt, kósíföt og toppa frá Mfitness hjá okkur á Strandgötu 33. Einnig erum við með sokka og brúsa frá Mfitness og svo nuddrúllur og -bolta, teygjur og ýmislegt fleira.

Má prófa?

Já, þú ert velkomin í prufutíma hjá okkur. Þú þarft bara að láta okkur vita í vefspjallinu, Facebook eða í tölvupósti á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is

Eruð þið með jóga?

Já, við bjóðum upp á jóga þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og á laugardögum. Við leggjum áherslu á að reynsla sé ekki nauðsynleg, endurheimt og slökun í bland við ýmsar teygjur og yndislegheit.

Hvernig er Mömmustyrkur?

Mömmustyrkur eru tímar sérstaklega fyrir konur í fæðingarorlofi og á meðan meðgöngu stendur. Það er lagt áhersla á að styrkja grindarbotninn, mjaðmagrindina og farið rólega yfir æfingarnar sem og að við tökum alltaf tíma í að rúlla kroppinn og teygja eftir á. Krílin eru velkomin með í tímann á meðan þau eru ekki farin að skríða og erum við með nokkra barnastóla, leikteppi og grindur fyrir þau.

Eruð þið með matarráðgjöf?

Við bjóðum upp á Macros útreikningapakka með þremur mælingum (sentimetrar & kílógrömm) & markmiðasetningu þar sem við hittumst þrisvar á 12 vikna tímabili, mælum og förum í gegnum þín markmið. Verð er 14.900 kr. en pakkinn er á tilboðsverði fyrir iðkendur á 11.900 krónur.

Er þetta ekki bara einhver dömurækt?

Dömur geta verið grjótharðar 😉 Við erum líkamsrækt fyrir allar konur og bjóðum fjölbreytta tíma þar sem allar geta mætt saman og við aðlögum æfingarnar að hverri og einni ef til þarf. Við vinnum með ketilbjöllur, lóð, teygjur og auðvitað eigin líkamsþyngd svo eitthvað sé nefnt. Við tökum það besta úr allskonar æfingarformi og mixum því saman svo úr verða þéttar og góðar æfingar þar sem allar geta tekið vel á því. Iðkendur vinna eftir eigin getu á eigin hraða.

Hvað kostar áskrift?

Þú getur valið ýmsar áskriftarleiðir, verið í föstum tímum þar sem þú velur þér allt að þrjá tíma á viku fasta eða fljótandi tímum þar sem þú velur þér alltaf tíma fyrir vikuna. Svo er einnig hægt að kaupa kort bara í ræktina. Þú getur skoðað verðskrána okkar hér.

Getur maður byrjað hvenær sem er?

Já, þinn aðgangur verður virkur um leið og þú skráir þig og stofnast greiðsluseðill á sama tíma (eða greiðsla fer á kreditkortið ef þú hefur valið það). Þú getur skráð þig hér.

Hvað er löng binding ef maður er í áskrift?

Það er engin binding! 

Áskriftin heldur áfram þar til þú segir upp en það þarft þú skv. skilmálum að gera tveimur vikur áður en kortið þitt rennur út, annars endurnýjast áskriftin sjálfkrafa.

Spurt & svarað

Algengar spurningar & svör

Opnunartímar

Opnunartími iðkenda

Virkir dagar 6.30-21.00

Helgar 9.00-18.00

Opnunartími verslunar

Mánud. - fimmtud. 8.00-18.00

Föstudaga 8.00-13.00

Laugardaga 9.00-11.00