top of page

Æfðu fyrir þig!

Við keyrum okkur í gang fyrir okkur sjálfar og æfum fyrir

okkar eigin líðan. Við hoppum af stað á góðum dögum og skoppum af stað á þeim verri. Við mætum því við vitum að eftir á eykst ánægjan með okkur.

Nýtum okkur birtuna og keyrum okkur aftur í gang ef við erum aðeins dottnar út.

Nýtum okkur bjarta morgna, lengri daga og ekki alveg jafn svart síðdegið til að ýta okkur áfram. Grípum orkuna sem vorir færir með báðum höndum og gerum þetta saman.

Auðvitað koma dagar sem maður kemst ekki en ekki láta þann dag eða daga rústa rútínunni sem þú ert búin að byggja upp. Taktu bara daga frí og mættu aftur. Ekki hætta.

Mætum og fáum orku úr ræktargleðinni allt í kringum okkur. Spjöllum um eitthvað skemmtilegt og jafnvel um eitthvað létt sem er svo notalegt stundum. Tölum um hreyfingu, tölum um mætingar, markmið og tölum um hve meiriháttar frábært það er þegar maður tekur stund fyrir sjálfa sig. Jafnvel að maður verði bara svolítið stoltur þegar það er komið í rútínu, já og það má!

Taktu pláss og æfðu fyrir þig!

xoxo

9 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page