top of page

Ég hefði átt að ...

Þegar þú hugsar um stöðuna þína í dag, ertu þar sem þú vilt vera?

Ertu í starfi þar sem þú færð að láta ljós þitt skína og getur vaxið sem manneskja?

Ertu í því líkamlega formi sem þú vilt vera eða ertu að vinna að því með einhverju móti?

Ertu í sambandi sem þér líður vel í og finnur að þú sért metin?

Heldur þú að þú vaknir upp eftir 10, 20, 30 eða jafnvel 40 ár, lítir eftir farinn veg og hugsir: „æ ég hefði átt að ...“ Ert þú í dag að lifa lílfinu og nýtir til þess eigin verðleika?

Ef ekki, taktu skrefið! Taktu skrefið að þeirri framtíð sem þú munt ekki sjá eftir. Taktu skrefið að betra lífi á hvern þann hátt sem þér finnst lífið betra. Krepptu hnefann ef til þarf að trúðu að þú ert miklu öflugari en þú trúir oft á tíðum. Þú ert megnuð og þú getur framkvæmt magnaða hluti ef þú leggur þig fram.

Flatir dagar sem færa þér ekki einhverja gleði skilja ekkert eftir sig og færa þig ekki nær þínu markmiði. Njóttu hvers dags gleði í þínu hjarta fyrir það sem þú hefur í dag og þína lífsstefnu.

Svo má ekki gleyma að magnað fyrir þig getur þýtt óteljandi mismunandi hluti fyrir mig og þig. Við viljum (sem betur fer) ekki öll það sama og það þýðir ekki að reyna að upplifa drauma annarra. Finndu hvað þú vilt.

Njóttu þess sem þú vilt og leyfðu þér fylla líf þitt með því sem skiptir þig máli.


xoxo

14 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page