Ertu búin að vera að bíða eftir betra verði, léttari lundu, minni hálku, færri pollum, lægðafríi, nýjum skóm, betri fötum eða einhverju allt öðru til að koma þér í gang?
Hættu nú að bíða.
Tíminn er núna. Tíminn er núna til að keyra sig í gang, grípa ræktarrútínuna föstum tökum og koma sér í gang.
Tíminn verður í alvöru ekki betri en núna. Við búum eftir allt saman á Íslandi þar sem dagarnir verða alltaf allskonar, sumir auðveldari en aðrir og aðrir erfiðari.
Svoleiðis er þetta alltaf. Grasið verður ekki grænna hinum megin, grasið verður grænt þín megin þegar þú grípur tækifærið, sem er hér fyrir framan þig - og núna.
Við berjum okkur ekki niður fyrir að mæta ekki, við fögnum því þegar við mætum. Við gleðjumst saman yfir að mæta saman. Við byrjum ekki upp á nýtt aftur og aftur. Við höldum áfram að gera okkar besta á hverjum degi og hvað sem dagurinn ber í skauti sér.
Við gerum þetta saman á hverjum degi, aftur og aftur. Og endurtökum svo leikinn.
Með aukinni hreyfingu kemur aukin orka til að nýta í allt hitt sem þú þarft líka að klára. Vittu til.
Komdu!
Comments