Við eigum öll okkar þægindaramma. Við eigum þægindaramma í samskiptum, í þyngdum
á lóðum, stöngum & ketilbjöllum á æfingum, í rekstri heimilisins og vinskap. Þægindaramminn okkar er kunnulegur, hann er þægilegur og ramminn er öruggur, tryggur og við þurfum ekki að leggja mikið á okkur til að viðhalda honum.
En það er einmitt málið, við þurfum ekki að leggja mikið á okkur. Ef við gleymum okkur um of innan þægindarammans getur tilveran orðið heldur flöt, hlutirnir fljóta áfram án þess að þú þurfir að leggja sérstaklega mikla vinnu á þig.
Þegar við brjótumst út úr rammanum annað veifið eykur það sjálfstraust okkar, við finnum nýjar viðmiðunarþyngdir á æfingum, við kynnumst nýjungum sem við áttum ekki von á og jafnvel nýju fólki þegar við opnum fyrir það. Það er svo agalega hollt fyrir sjálfið okkar að láta vaða.
Við upplifum dagleg ævintýri þegar við erum opin fyrir nýjum ævintýrum og ævintýrin geta leynst rétt handan við hornið. Ævintýrin í daglega lífinu eru sjaldnast heimshornaflakk eða fallhlífarstökk. Daglegu ævintýrin felast frekar í nýjum leiðum í göngutúrum, að fylgjast með lífríkinu í garðinu á meðan þú ert að slá garðinn eða reita arfann, prófa nýja sundlaug, fara í ferðalag eða jafnvel bara að prófa nýjan mat.
Ævintýrin okkar felast í því að opna augun fyrir nýjum hlutum - stórum & smáum, leyfa okkur að taka skarið þegar við mögulega getum og leyfa okkur að mistakast. Án mistaka verða engir sigrar.
Stundum hittir maður á vondan mat, botnlangagötu, of þung lóð, leiðinlegt fólk eða hvað það var sem þú varst að láta á reyna. Þá veistu þó það bara og aðlagar stefnuna næst.
Tökum skrefin, þorum og þökkum fyrir það þegar vel tekst.
Fögnum litlum sigrum, grípum tækifærin og njótum straumsins.
xoxo
Kommentarer