top of page
Writer's pictureKvennastyrkur

Þakklætið

Við höldum áfram að njóta dagsins og reynum að muna að ljúka deginum með því að fara yfir allt gott dagsins og hvað mætti betur fara. Þetta má gera upphátt með maka, eða bara í hljóði upp í sófa. Með því að þakka fyrir litlu hlutina gleymum við þeim ekki, við tökum betur eftir því góða sem gerist í lífi okkar og gerum okkur það kleift að fagna deginum.

Dagarnir okkar allra eru misgóðir, sumir eru frábærir og aðrir frekar erfiðir en alltaf má finna eitthvað til að þakka fyrir, það getur verið þakklæti fyrir að hafa náð vatnsdrykkjumarkmiði dagsins eða að kvöldmaturinn bragðaðist vel. Við gleymum því svo oft í amstri dagsins að á meðan lífið heldur áfram gerast allskonar litlir og stórir atburðir á hverjum degi. Temjum okkur þakklæti fyrir það allt saman og njótum ferðalagsins ❤️

3 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page