top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

578 daga janúarmánuður búinn!

Janúarmánuður er oft kallaður þyngsti mánuður ársins með öllu sínu myrkri og veðurbreytingum. En febrúar fylgir nú hratt á eftir og þaðan er stutt í páska og loks vorið blíða.



En afhverju erum við alltaf að bíða eftir betri tíð?

Erum við ekki bara að þyngja okkur lífið með því að gleyma að njóta stundarinnar, fagna því að enn er hægt að kveikja á kertum og hafa það notalegt í myrkrinu undir teppi?


Finnum það sem við getum glaðst yfir á meðan dimmustu mánuðurnir líða. Gerum okkur dagamun með því að borða góðan mat og brjótum upp hversdaginn með einhverju sem okkur sjálfum finnst einstaklega ljúft. Það er nefnilega ekki neinu að bíða og veðrið verður aldrei akkúrat eins og við viljum hafa það hverju sinni, þá myndum við nefnilega þurfa að búa á öðru landi.


Gleymum ekki þakklætinu yfir myrkrinu sem gerir okkur líka kleift að sofa í dimmu, myrkrinu sem felur rykið örlítið, myrkrinu sem gefur okkur góða ástæðu til að stundum hanga bara heima í sófanum undir góðu teppi með bíómynd á skjánum.

Fljótt kemur nefnilega svo birtan með alveg nýju tilefni til samviskubits þegar manni finnst maður alltaf eiga að vera að gera eitthvað vitrænt utandyra.


Hættum að bíða eftir betri tíð og njótum tilverunnar eins og hún er í dag.

xoxo


6 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page