top of page

Að æfa í gegnum leiðann

Við höfum öll lent í því að það komi dagur og dagur sem er leiðinlegur og við bara alls ekki til í að mæta á æfingu, það er fullkomlega eðlilegt og mun gerast fyrir alla á einhverjum tímapunkti.

Hvað er við þessu að gera? Jú, mæta! Þegar við nennum alls ekki þá skiptir miklu máli að mæta. Með því að mæta ekki þá erum við búin að sá fræi og næst þegar okkur langar ekki á æfingu þá verður auðveldara að mæta ekki og svo áður en við vitum af þá nennum við aldrei á æfingu. Nú erum við búinn að leysa þetta vandamál en hvað gerum við þegar þetta snýst ekki um dag og dag eða æfingu og æfingu? Hvað gerum við þegar við lendum í stóru holunni og fáum þennan fræga ræktarleiða sem endist í marga daga og jafnvel vikur? Jú, við gerum einhverja breytingu. Ertu t.d. vön að mæta alltaf á sama tíma þrisvar í viku?

Breyttu til, prófaðu nýjan tíma, prófaðu að mæta tvisvar á æfingu og einu sinni í yoga. Prófaðu að létta þyngdir á æfingunni og rústa henni af því allt er svo létt, prófaðu að taka aukaæfingu og æfa það sem þú ert góð í. Taktu æfingu sem þér finnst skemmtileg og bættu þig enn frekar. Lokalausnin er svo að prufa að taka vikufrí. Borða það sem þig langar í, gera það sem þig langar. En ef þú ferð þessa leið talaðu þá við þjálfarann, æfingafélaga, vin eða maka og segðu upphátt að þú ætlir að taka þér viku pásu og mæta aftur á einhverjum ákveðnum degi. Settu þann dag í dagatalið svo þessi vika verði ekki að mánuði og svo að ári og allt komið í skrúfuna.

Lífið er rússibani og okkur líður allskonar

Lífið er rússibani og okkur líður allskonar, stundum er geggjað gaman og við rústum hverri æfingunni á fætur annarri og stundum er bara ógeðslega erfitt að æfa. Við erum með verki hér og þar og æfingarnar verða þyngri og þyngri. Tæklum þetta bara saman, finnum stuðning hjá hvort öðru og munum að það er alltaf dimmast fyrir dögun. xoxo


23 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page