Þegar dagarnir eru stútfullir af allskonar verkefnum, það þarf að sinna heimilinu, vinnunni,
fjölskyldunni og hverju því sem fyllir daginn þá er svo algengt að við setjum okkur sjálfar á hakann. Ef það eru börn á heimilinu þá fá þau fyrst að diskinn sinn, stokkið er til þegar einhver kallar en fyrir aftan allar daglegar skyldur ert sjálfið þitt.
Það dýrmætasta sem við getum gefið okkur sjálfum er smá stund fyrir okkur sjálfar, þar sem við setjum okkur í forgang og sinnum sjálfinu. Þegar við mætum í ræktina er svo það allra besta sem við gefum okkur er að skilja allt annað eftir fyrir utan hurðina, setja símann inn í skáp og njóta þess að efla líkamann. Öll vandamál geta bara beðið í klukkustund.
Fögnum því þegar við náum æfingu og mætum þegar við getum. Nú í sumar getur það verið enn meiri áskorun að halda rútínu á milli ferðalaga og verkefna. Þó við skreppum út á land eða út fyrir landsteina í nokkra daga þá berjum við okkur ekki niður fyrir það eða hættum alveg. Við mætum bara þegar við komum í bæinn. Það getur verið svo æði erfitt að byrja aftur ef við leggjum upp árarnar svo ekki hætta.
Haltu þinni rútínu alltaf þegar þú getur en ekki berja þig niður fyrir að missa af. Fagnaðu hverri mætingu og klappaðu þér á bakið þegar þú átt það skilið.
Mættu fyrir þig.
xoxo
Comments