top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

Dagurinn í dag!


Erum við alltaf að bíða eftir að eitthvað breytist? Við bíðum eftir helginni, við bíðum eftir sumrinu, ferðalaginu og jafnvel eftir að börnin þroskist og stækki. Ef þú ert alltaf að bíða eftir næsta skrefi, betra veðri eða einhverju sem gerist líklega eða kannski eða örugglega seinna þá nýtur þú aldrei nútíðarinnar til fulls. Við bíðum eftir að veðrið batni en gleymum að við búum á Íslandi þar sem snjóar stundum á hásumrin. Við bíðum eftir að krílin fari að skríða um en gleymum að þá er friðurinn úti. Við bíðum eftir að einhver geri eitthvað en gleymum því að það er ekki eftir neinu að bíða og alveg eins gott að drífa í því sjálfur. Svo áskorun helgarinnar er að opna augun og sjá hvað þú hefur í dag (wake up and smell the roses). Horfðu á heimilið sem þú ert svo heppin að hafa til umráða, horfðu á fólkið þitt og fagnaðu sigrinum að eiga þau að, horfðu á ofninn og vertu þakklát fyrir góða einangrun og möguleikann á kyndingu. Verum þakklát með það sem við höfum og fögnum nútíðinni. Geymum allt hitt til betra tíma ;) xoxo

10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page