Við höfum allar á einhverjum tímapunkti staðið okkar að því að bera okkur saman við
einhverja aðra, fundist við ekki nógu góðar að einhverju leyti.
Við erum nefnilega svo agalega duglegar að berja okkur niður. Hugsið ykkur hvað tilveran væri miklu þægilegri ef við myndum hætta þessu!
Ímyndið ykkur bara að vera fullkomnlega ánægðar í eigin skinni. Það hlýtur að vera besta tilfinning í heimi.
Þegar við sleppum tökum á samanburðinum, þegar við náum að minna okkur á að viðkomandi sem við berum okkar saman við hefur líka einhverja baksögu sem við höfum ekki hugmynd um. Við höfum nefnilega allar okkar eigin sögu.
Við höfum allar farið í gegnum allskonar á lífsleiðinni og berum okkar ör eftir því. Við höfum í raun ekki hugmynd um hvað manneskjan sem horfum á er að fara í gegnum eða hefur farið í gegnum. Við gerum allar okkar besta á hverjum degi miðað við dagsformið hverju sinni.
Við þurfum að vera duglegri að minna okkur á að gera ekki lítið úr okkar afrekum. Við þurfum að æfa okkur í að bera höfuðið hátt og rétta úr okkur. Við þurfum að elta drauma okkar eins og við getum og vera ánægðar með kraft okkar á hverjum degi. Draumar okkar geta verið jafn mismunandi og við erum margar. Sumar jafnvel dreymir um að eiga auðveldara með að fara fram úr á morgnana á meðan draumar annarra geta verið að fara í maraþonhlaup eða kaupa sér fallegan kjól.
Við erum allskonar og eigum að fagna okkur. Fögnum öllum bömpum á líkamanum því hnökrarnir segja okkar sögu. Fögnum því sem við höfum komist í gegnum á lífsleiðinni. Hvernig sem lífsleiðin hefur verið þá færði hún okkur daginn í dag og kom okkur þangað sem við erum.
Fögnum deginum í dag því í dag er dagurinn og tækifæri dagsins liggja í okkar eigin höndum.
xoxo
Comentarios