top of page

DesemberLífið


Nú í desembermánuði verða margir hálf hittingaróðir. Það er að það á að ná að hitta alla fyrir jól, eyða tíma með öllum og það til viðbótar við að þrífa allt, baka allt, kaupa allt, elda allt, borða allt og jú - gera hreinlega allt!


Málið er að mánuðurinn er bara jafn langur og allur hin og flest okkar þurfum líka að sinna vinnu okkar í desember, eða alltént okkar daglegu störfum.


Við náum aldrei að hitta alla og sinna öllu því sem ímynd hinnar fullkomnu húsmóður nær. Þetta er mýta, glansmynd, furðulegur áróður frá engum nema okkur sjálfum. Vinkonan sem lítur alltaf svo slök, hrein og með´etta nær því ekki heldur.


Slökum á tilætlunarseminni á okkur sjálfar. Veljum okkur verkefni og gerum þau vel með heilum hug. Segjum stopp við enn fleiri hittingum og njótum þessara agalega stuttu jóla með þeim sem við elskum mest. Borðum það sem okkur langar í án þess að gúffa í okkur í laumi, þrífum það sem við nennum og bökum okkar uppáhaldskökur - ef við nennum því líka.


Nýtum nennuna í það sem okkur langar, leyfum okkur að hreyfa okkur og taka frá okkar eigin stundir. Þannig njótum við stundarinnar betur, hátíðardaganna og lífsins alls.


Njótum þess að lifa og vera. Hitt má bara bíða nýja ársins sem brátt fer að banka.


Slökum.


xoxo

4 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page