top of page

Er félaginn að stoppa þig?

Writer: KvennastyrksteymiðKvennastyrksteymið

Okkur finnst mörgum einstaklega skemmtilegt að hafa góðan félaga í ræktinni, einhverja sem grípur þig á þyngri dögum og lyftir andanum. Eina sem ýtir þér áfram og hvetur þig og þú færð að gera það sama fyrir hana.


Stundum kemst uppáhaldsræktarfélaginn þó ekki í ræktina, kannski er það hálsbólga að stöðva, ferðalag eða eitthvað allt annað.


En heldur þú að hún myndi vilja að þú myndir þá sleppa ræktinni alveg? Nei, er það?


Áskorunin þegar við eigum uppáhaldsfélaga í ræktinni er að mæta þegar hún er ekki að fara að mæta. Að mæta ein þegar vaninn er að mæta saman getur verið áskorun en það er enn meiri sigur þegar þú skellir þér, svo færðu líka auka rokkstig í hattinn!


Ef þig langar að spjalla þá er um að gera að spjalla við þá sem er að æfa við hliðina á þér en ef þú vilt bara frekar þegja og vera einbeitt á æfingunni - þá er bæði í fullkomnu lagi. Við eigum öll misjafna daga - stundum er blaðrið ofarlega og stundum ekki.


Mættu alltaf þegar þú ætlar, fagnaðu því þegar ræktarfélaginn mætir - en mættu líka þegar hún mætir ekki. Þannig náum við árangri og verðum ekki dragbítar á hvor annari.


Áfram og upp!


xoxo


Föstudagshugleiðingin er vikulegt fréttabréf okkar með fréttum og pistli vikunnar sem er svo birtur á heimasíðunni okkar líka, www.kvennastyrkur.is


👉 Starfsemi okkar er meira en bara líkamsrækt – við byggjum upp samfélag sterkra kvenna sem styðja hvor aðra 💕


 
 
 

Comments


bottom of page