top of page

Gleðin í eigin skinni

Writer's picture: KvennastyrksteymiðKvennastyrksteymið

Framundan er pollatíð með tilheyrandi blautum tásum og hálku. Auðvitað ætlum við allar að fara gasalega varlega og passa okkur að fljúga ekki á rassinn. En smá rennerí og smá pollahopp er allt í góðu lagi. Klaufaskapur er nefnilega fyndinn.

Stundum færist okkur örlítið of mikið í fang og þegar hugurinn flýgur á brott og fylgir ekki alveg höndunum þá dettur mýkingarefnið á þvottahúsgólfið, þú lemur hurðinni í óheppinn vegfaranda, snjórinn fellur ofan í skóinn þegar þú ert að vanda þig við að skafa bílinn vel og svo endar tyggjópakkinn í þvottavélinni. Svoleiðis eru sumir dagar hjá mörgum, kannski ekki allt í einu en kannski samt.

Hvað er þá betra en að geta hlegið að eigin óhöppum? Það er svo hollt og gerir lífið svo miklu skemmtilegra. Það er svo agalegt þegar maður lætur mjólkursull eða slabbblauta sokka fara í taugarnar á sér!

Taktu ákvörðun á hverjum degi þegar eitthvað fer á mis að láta það ekki sitja eftir, að láta það ekki velkjast um í alveg nógum fullum hausnum. Leyfðu því bara að „slæda“. Það kemur örugglega eitthvað annað merkilegra fljótlega sem þú getur haft áhyggjur af. Ef einhver sér þig sveiflast um á hálkubletti - hlæðu að því líka og vertu bara glöð yfir að vera skemmtiaðtriði fyrir einhvern sem kannski þurfti á smá gleði að halda. Svo lengi sem enginn meiðir sig þá má bara hlægja. Ef einhver meiðir sig skaltu samt ekki hlægja, það er ekki vel séð.

Njóttu þess að taka lífinu létt og (svo sjaldgæf sletta laumi sér inn) don´t sweat the small stuff! Leyfðu þér að vera óhóflega bjartsýn og þegar lífið sparkar í þig - sparkaðu bara tilbaka og stígðu upp.

Réttum úr okkur, hjálpum hvor annarri að standa keikar og leyfðu þér að teygja þig eftir hjálparhöndinni þegar þú þarft. Hlæðu hátt og leyfðu gleðinni að berjast út.

xoxo

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page