top of page

Haustlægðirnar hrúgast inn!

Nú er farið að dimma fyrr á kvöldin, birta seinna á morgnana. Umferðin er í hámarki á háannatímum og við erum öll að finna haustlægðirnar skella á. Þær hreinlega hrúgast inn með tilheyrandi skapsveiflum, yfirfullum niðurföllum og nú fer að koma að því að vetrarúlpan verður dregin aftur fram.

Við ætlum að negla ALLT! Á sama tíma og allir á heimilinu rembast líka við að ná öllu í tæka tíð ... og halda haus á meðan.

Við megum ekki gleyma að sinna sjálfinu, að ná andanum og setja stundum fæturnar upp í sófa og slaka á. Við megum ekki gleyma að það gerist ekkert þó allt sé ekki hundrað prósent. Við megum ekki gleyma því að gefa okkur séns - og öðrum í kringum okkur.

Við eigum misjafna daga, stundum er ekkert mál að stökkva af stað og byrja daginn með bros á vör en aðra daga er það bara erfiðara. Svoleiðis er þetta hjá okkur öllum. En það sem sker á milli þeirra sem ná árangri í því sem tekið er fyrir hendur er að halda áfram.

Ekki sleppa því að mæta í ræktina þó það sé þungur dagur, við tökum á því eins og dagsformið leyfir. Alltaf. Ræktin gefur okkur orku. Að taka á því á æfingum vekur líkamann og gefur okkur betra tækifæri til að viðhalda heilsu.

Já og ekki gleyma að næra þig! Fáðu þér smá orku fyrir æfingu ef þú þarft (sérstaklega seinnipartinn), borðaðu banana í bílnum á leiðinni í ræktina eða nokkrar hnetur, steinefnadrykk eða bara eitthvað sem gefur þér orku.

Sýndu þér mildi og ekki gefast upp þegar á móti blæs!

U GOT THIS!

xoxo







11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page