Veldu betri kostinn
Nú á nýju ári ætlum við að kveðja öfgarnar og átök. Við ætlum að njóta daganna og lífsins alls. Við ætlum að hreyfa okkur (að sjálfsögðu í Kvennastyrk) og við ætlum að kveðja þetta blessaða samviskubit sem við fáum yfir öllu og engu.
Eða er það ekki bara málið?
Njótum lífsins á meðan við höfum heilsu til, borðum hollt að öllu jöfnu en ef (ókey þegar) við fáum okkur nammimola skulum við bara njóta molans! Það er nefnilega margsannað að það fer betur með okkar líkama og meltingu að borða með ánægju, að tyggja rólega og njóta þess. Ekki að við eigum að troða í okkur allskonar óþarfa og gleðjast yfir því heldur eigum við að reyna að borða almennt hollt. Veljum hollari kostinn þegar við höfum þann möguleika.
Áfram þú!
xoxo
Comments