top of page

Hver stjórnar þér?

Leyfir þú aðstæðum, fólki eða atvikum að stjórna þinni líðan?

deginum í dag?

Við förum öll í gegnum allskonar á hverjum degi og við þurfum að finna okkur leiðir til að skilja gærdaginn eftir þar sem hann á heima, í fortíðinni.

Við erum svo oft að velta okkur upp úr afhverju hlutirnir gerast, afhverju þetta og afhverju hitt.

En vitið hvað, það gerist sem gerist. Og svo er það búið.

Vissulega þarf oft að vinna úr aðstæðum og atvikum og það gerir þú á þínum tíma án þess að stinga höfðinu í sandinn. Nú er kominn dagurinn í dag. Dagurinn í gær stjórnar ekki deginum í dag. Þú stjórnar.

Tækifærin eru þín til að grípa með krumlunum. Þegar við rísum upp að morgni og tökum meðvitaða ákvörðun að vera við stýrið og stjórna ferðinni gerast magnaðir hlutir. Hafðu trú á að þú getir það sem þú vilt. Stundum þurfum við að leggja mikið á okkur til að geta eitthvað, stundum þurfum við að berjast og stundum þurfum við að leyfa flæðinu að gera sitt. En þú getur!

Við eigum öll okkar sögur af lífsins ólgusjó, við gætum öll lagst niður undir feld og ekki tekið slaginn. En við ætlum bara ekki að gera það. Við ætlum að berjast! Við ætlum að hafa stjórn á eigin degi og ekki leyfa aðstæðum að velta okkur um koll.

Þú ert miklu sterkari en þú heldur, þú kemst í gegnum hvað það sem er að flækjast fyrir þér og þú ætlar að stjórna sjálfri þér.

Njóttu nútíðarinnar og taktu ákvörðun á hverjum degi að þú ætlir svo sannarlega að rústa deginum!

Þú ert með´etta!

xoxo


1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page