top of page

Jóla zen-ið

Það gerist ekkert þó þú sért ekki búin að öllu. Heyrirðu það? Og hvað þýðir það eiginlega að vera búin að öllu? Er það að vera búin að kaupa allar gjafir sem þú ætlaðir þér? Eða er það að vera búin að skúra stofuna? Og væri ekki bara mjög skrítið að vera búin að skúra stofuna fyrir jólin - 9 dögum fyrir jól?


Óseisei. Sem betur fer þá þýða jólin mismunandi fyrir mig og þig. Ég vil gera þetta og þú vilt gera hitt. Það er bjútíið við hátíðarnar. Við höfum þau bara nákvæmlega eins og við viljum (og kannski smá börnin) og hættum að hlusta á stressið í hinum.

Njótum miklu frekar aðventunnar og gerum það sem við nennum. Hitt bara bíður betri tíma, jah eða næsta árs. Hóflegt jólastress er allt í lagi, það er bara hluti af tilverunni. En í óhófi þá er stressið algjört eitur og verður til þess að engu verður notið, ekki einu sinni jólamatarins eða laufabrauðsins.

Veldu að fá þér frekar kakó og köku en að panikka. Veldu að slaka á og njóta dagsins.

Veldu að horfa framhjá því sem klárast ekki fyrir jólin.

Veldu að sinna því sem þú nennir og sleppa hinu.

Og loks, veldu ÞIG og þína heilsu. ALLTAF.

xoxo

12 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page