top of page
Writer's pictureKvennastyrkur

JanúarRústið

Höfum við ekki allar dottið í þann farveg að nýtt ár sé mætt og nú sé sko kominn tími til að hætta öllum ósiðum, taka upp nýja og betri siði? Heimilið skuli alltaf vera tipptopp, við ætlum að rækta vináttuböndin enn frekar, klífa hæstu fjöllin og allt það sem við höfum séð að einhver önnur sé að gera sem okkur finnst vera alveg málið núna.

En það er þetta að strengja bogann svo langt að línan slitnar.


Við skulum frekar taka nýja árið með hóflegum fyrirvara. Sleppum því að ætla okkur svo miklar öfgar að niðurstaðan verði sú að við leggjumst í kör. Sleppum því að lofa öllu fögru og reyna að sigra heiminn.


Það hefur verið margsannað að með því að skrifa niður markmið eykur líkurnar töluvert að þau náist og þegar við skrifum niður markmiðin okkar skulum við líka skrifa niður leiðina að þeim og bútum markmiðin niður. Það eru nefnilega litlu markmiðin sem gera okkur kleift að ná þeim stóru að lokum.


Prófið bara að setjast niður með kaffibollann, blað & penna og skrifið niður markmið ársins (án öfga samt, þið munið) og ekki gleyma leiðinni að þeim.


Lofum okkur svo því að setja okkur sjálfar stundum í fyrsta sætið á nýju ári ... við nefnilega gleymum því allt of oft.


xoxo

1 view0 comments

Recent Posts

See All

תגובות


bottom of page