top of page

Lífið eftir páska

Rútínan okkar er viðkvæm fyrir áreiti og þegar við hrynjum í brauðtertuát á fermingartíðinni og slúttum dögunum með súkkulaði á kantinum getur verið svo gasalega erfitt að

koma sér aftur í gang.

Þegar við eigum erfitt með að negla okkur í góða ræktarrútínugírinn stekkur svo að sjálfsögðu gamla góða samviskubitið til aðstoðar og rífur mann niður.


En það er allt í lagi að detta úr rútínu af og til, það er allt í lagi að detta í brauðterturnar og súkkulaðið. Við þurfum bara að grípa okkur aftur og koma okkur í gír. Það er alltaf nýr dagur á morgun og ný tækifæri. Það er allt í lagi að mæta í ræktina örlítið latari en í gær og þegar maður mætir þrátt fyrir að púkarnir á öxlunum voru búnir að gera sitt allra besta til að segja þér að þú hefðir ekki orku, tíma, getu eða kraft - þá er maður búinn að sigra daginn. Algjörlega gernegla daginn!


Við mætum í hreyfingu til að gera okkar besta miðað við dagsformið í dag sem er mismunandi eftir dögum. Stundum tekur maður léttar á því og stundum hefur maður getu til að taka þyngra á því.

Mættu í hreyfingu þegar þú nennir því ekki

Mættu í hreyfingu þegar þú nennir því ekki, mættu þegar orkan er lítil og mættu þegar þér finnst þú ekki hafa tíma (þó þú hafir tíma). Taktu frá stund fyrir þig og þína heilsu og þú færð það margborgað tilbaka.


Með hreyfingu inn í deginum ertu mun betur í stakk búin til að sigra aðrar áskoranir dagsins. Þú getur eytt tíma í allskonar en þú nýtir tímann í hreyfingu.


Veldu þig!


xoxo

2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page