top of page
Writer's pictureKvennastyrksteymið

Mikilvægi hvíldar

Færðu samviskubit þar sem þú liggur upp í sófa

við lestur góðrar bókar eða bíómynd í

imbanum? Færðu kannski líka samviskubit þegar þú veist af nokkrum ósamanbrotnum flíkum eða skítugum diskum í vaskinum?


Við erum alltaf á hlaupum og slökum allt of sjaldan á. Við erum að drífa okkur frá

a-b allan daginn. Samviskubitið grípur svo inn í þegar við leggjum fæturnar upp. Við skulum einbeita okkur að því að njóta þess og slökkva á samviskupúkanum sem hvílir oft sem fastast á öxlinni á okkur. Sleppum tökunum á samviskubitinu.


Njótum þess að slaka, því með slökun byggjum við upp orku og gerum okkur tilbúnar fyrir komandi viku.


Hugmyndin um rólegan dag hefur einnig verið fljúga um internetin síðustu vikurnar. Á rólegum degi er öllu tekið með stóískri ró. Klætt sig í föt eins seint og hægt er, borðaður góður brönsj þegar þú nennir og jafnvel skellt sér út í rólegan göngutúr þar sem útiloftið leikur um skynfærin með tilheyrandi ferskleika. Á rólegum degi er bara borðað eitthvað gott en þó ekki troðið í sig mat. Á rólegum degi er tilvalið að horfa á bíómynd eða púsla, spila róleg spil, hlustað á rólega tónlist, borða rólega þar sem hver biti er tuggður óvenjuvel. Það er nægur tími til að grípa í þvottinn, diskana, tuskuna, hlaupin og hávaðan og það má allt bíða annars dags. Á rólegum degi er slakað.


Prófið bara!


xoxo

32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page