Á hverju ári skellur janúar á okkur með öllum sínum löngu myrku dögum og langoftast með
kulda sem nýstir inn að beini. Mánuðurinn fylgir hátíðunum eftir eins og leiðindar eftirköst.

Í janúar þurfum við að hlúa einna mest að okkur, við þurfum að minna okkur á að með hverjum degi aukast birtustundir um gott hænufet eða um 3 mínútur. Og mikið sem maður kann að meta það.
Við þurfum að hlúa að hlýjunni innra með okkur og við gerum það best með því staldra aðeins við.
Stöldrum við og hugsum um hve þakklátar við erum fyrir allt það sem við eigum. Til að mynda erum við einkar þakklát fyrir að hafa tækifæri til að vera til staðar fyrir ykkur. Við erum þakklát fyrir hverja þá konu sem gengur hér inn um dyrnar í leit að líkamsræktarstöð sem hentar. Við erum líka þakklát fyrir að eiga þak yfir höfuðið og fjölskyldu til að sinna. Jafnvel þvotturinn gefur okkur tækifæri til að vera þakklát, að brjóta saman þvott og minna sig á hve yndislegt það er að eiga hér þvottavél og þurrkara til að þvo þvottinn á okkar allra uppáhalds líkamsræktarstöð.
Þakklætið skilar okkur gleði í hjartað, færir okkur skrefi nær því að gleyma kuldanum og myrkrinu.
Það birtir alltaf upp um síðir, líka á erfiðum tímum og tíminn líður svo ofur hratt.
Munum að njóta allra stundanna og þakka líka fyrir þær erfiðu. Þær gefa manni enn betri sýn á góðu stundirnar.
xoxo
Commentaires