Séríslenskt fyrirbæri er að í öllum kringumstæðum á við frasinn „þetta reddast“.
fyrirbæri kemur svo sérstaklega oft fram í aðstæðum þar sem við vorum aðeins of sein að bóka eitthvað, eitthvað er á tæpasta vaði að nást tímalega, eitthvað er algjörlega að fara í skrúfuna, veðrið er einstaklega óhagstætt, ósonlagið er of þunnt, mengunin of mikil, vextirnir hækka yfirþyrmlega mikið, neysluvísitalan rís, stjórnarhættir meika engan sens, börnin eru óþekk, veikindi stafa yfir, óhöpp gerast, ísskápurinn tæmist, verkefnum fjölgar ... já eða þið vitið ... sem sagt alltaf á þetta við.
Svo er fólk alltaf að tala um núvitund og hve mikilvægt það er að lifa í núinu, sleppa fortíðinni, ekki bíða eftir framtíðinni heldur framkvæma núna. Jah ÞETTA REDDAST hlýtur eiginlega bara að vera íslenska útgáfan af núvitund!
Jah ÞETTA REDDAST hlýtur eiginlega bara að vera íslenska útgáfan af núvitund!
Samfélagshraðinn hér er mikill, það eru allir á spani að komast frá a-ö og stökkva á milli þess að vera æðisætir á samfélagsmiðlum, mæta í öll boðin, vera í fínustu fötunum, fara í bestu ferðalögin og keppast um eitthvað.
Þegar allt er komið í skrúfuna með sjálfspeppið, vorlægðirnar yfirþyrmandi margar og allt pínu glúmí, á ÞETTA REDDAST ógurlega vel við. Við rífum okkur í gang og keyrum sjálf okkur á því hugarfari að þetta verði í lagi, við gleymum kuldanum um leið og einn sólardagur mætir til okkar. Við þurfum líka að minna okkur á að þrátt fyrir að allir séu á fleygiferð í kringum okkur þá megum við bara sleppa því sem er ekki innan okkar daglegu nauðsynjastarfa. Við megum sleppa því að fara í ferðalögin og njóta bara heima hjá okkur, við megum sleppa því að mæta í boðin og þurfum ekki einu sinni að vera með góða afsökun - það má sko segja ég kemst ekki. Við megum njóta fatanna sem fylla skápana og þurfum ekki að bæta á.
Við megum vera til - án þess að vera sífellt að reyna að geðjast öðrum. Við megum bara vera.
Reynum að slaka aðeins á hraðanum, útiloka aðeins samfélagshraðann og asann í kringum okkur.
Njótum dagsins og munum - ÞETTA REDDAST!
xoxo
Comments