top of page

Njóttu molans!

Jólin framundan og baksturinn að hefjast í öllum hornum. Hvað ætlarðu að baka margar sortir? Hvað ætlarðu að eyða mörgum klukkustundum í samviskubit?

Blessuð vertu, hentu þessu samviskubiti rakleiðis út í buskann! Við verðum að geta leyft okkur að bragða á því sem okkur finnst gott. Jú við þurfum svo sem ekki að troða í okkur og éta á okkur gat.

Borðaðu allt það sem þig langar í. Borðaðu í hófi og ekki sprengja þig á græðginni.

Borðaðu hægt það sem þig langar í. Þú nýtur molans betur, finnur bragðið betur og þarft ekki jafn mikið.

Borðaðu molann með góðri samvisku. Meltingin tekur í alvöru betur á móti því sem þú borðar með bros á vör.

Borðaðu bitann og ekki líta til baka. Ekki vera að velta þér upp úr því sem þú borðaðir í gær. Í dag er nýr dagur.

Borðaðu og brostu! Hafðu gleði í hjarta á meðan þú fagnar því að vera svo lukkusöm að eiga til það sem þig langar í.

Borðaðu hóflega. Þér líður betur í huga og hjarta þegar þú borðar ekki ofgnót af öllu.

Njóttu aðventunnar með góðri samvisku og gleði!

xoxo



3 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page