top of page

Stattu af þér brimið

Writer's picture: KvennastyrksteymiðKvennastyrksteymið

Updated: Apr 8, 2023

Að æfa og breyta um lífsstíl er eins og lífið allt, fullt af hæðum og lægðum.

Hver kannast ekki við hugsunina

„á morgun ætla ég sko að byrja af krafti”? Maður fyllist eldmóð og sér fyrir sér komandi tíma með frábærum æfingum, mögnuðu mataræði og besta formi lífsins á nokkrum vikum, aðdáun vina og fyrirmynd flestra. Svo þegar stóri dagurinn kemur þá bara gerist ekki neitt, eldmóðurinn sem fyllti hjarta og huga kvöldið áður er kulnaður.

„ … æi ég byrja á morgun… “

Ekki gefast upp! Þetta er erfitt og það er áskorun að byrja, en fyrsta skrefið er að sigra hugann! Að breyta um lífsstíl er krefjandi en við getum þetta öll.


Byrjaðu á að setja þér markmið. Það þarf ekki að vera stórt markmið, þú getur t.d. búið til dagatal næstu vikuna þar sem þú ætlar í ræktina þrisvar og þú ætlar að breyta einhverju litlu í mataræðinu, t.d. ekki borða sætindi eftir klukkan 18.00 á daginn.


Þegar þú hefur sigrað þessa viku getur þú sett þér ný markmið ofan á þau sem þú sigraðir í vikunni. Þú kannski ætlar að bæta við 2 göngutúrum í vikuna og núna ætlar þú ekki að borða neitt sætt 2 af 7 dögum vikunnar og hina dagana ætlar þú ekki að borða neitt sætt eftir kl.18.00. Með því að ná í þessa litlu sigra þá sérðu árangur og þú sérð að þú getur allt sem þú ætlar þér.


Svona heldur þú áfram að búa þér til lítil markmið viku fyrir viku og þó eitthvað klikki einn daginn gefstu ekki upp. Það er ekki allt ónýtt þó eitthvað klikki, það klikkar alltaf eitthvað hjá öllum.


Við þurfum ekki að vera fullkomin, við erum á ferðlagi í átt að betra lífi og þegar við misstígum okkur þá stöndum við upp, dustum okkur og höldum áfram.


Að æfa þarf ekki að vera leiðinlegt en þegar við mætum í ræktina óundirbúin þá er hætt á að við reikum stefnulaust um salinn, hoppum í eitt og eitt tæki en við fáum ekki út úr æfingunni það sem við ætluðum okkur. Mundu líka að það er ekki tíminn sem þú setur í ræktina það er hvað þú gerir við þann tíma sem þú hefur í ræktinni sem skiptir máli. Þú getur tekið mun betri æfingu á 45 mínútum en þú gerir á tveimur tímum ef æfingin er skipulögð og hnitmiðuð.


Dustaðu af þér rykið og byrjaðu – þú hefur kraftinn!


xoxo





14 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page