top of page

Trú á eigin getu

Hver er þinn helsti peppari? Ert það þú?

Ertu kannski ofur dugleg að peppa annað fólk áfram, hvetja það til að elta drauma sína, taka tíma frá fyrir sjálfið og útdeila verkefnum?

Talar þú við sjálfa þig eins og þú myndir tala við manneskju sem stendur þér nærri eða berðu þig niður með neikvæðu sjálftali?

Lítur þú í spegilinn og horfir á allt sem þarf að laga, breyta eða bæta? Eða horfirðu í spegilinn og fagnar því sem er gott við þig?

Gagnrýnirðu sjálfa þig hart fyrir röngu skrefin en við aðra myndirðu jafnvel fagna röngu skrefunum því þau leiða mann að þeim réttu?

Skilurðu hvert ég er að fara?

Líttu í spegil á morgun og heilsaðu þessari dásamlegu manneskju sem mætir þér. Fagnaðu litlu sigrunum og mundu að ef þér mistekst aldrei ertu alltaf inn í litla kassanum þínum án bætinga. Við fáum aldrei alltaf já við öllu, yfirleitt er það þannig að við fáum fullt af nei-um inn á milli örfárra já-a. Við göngum á marga veggi áður en við siglum örugg á milli veggjanna.

Lífið er lærdómur, sem betur fer. Við lærum af fólkinu í kringum okkar, þeirra sigrum og mistökum. Við lærum af fortíðarhegðun og framtíðarhegðun.

Við erum þar sem við erum í dag þrátt fyrir allt sem við höfum gengið í gegnum á lífsleiðinni. Þrátt fyrir öll töpin þá stöndum við sterkar og fögnum sigri.

Við fögnum lífinu, sólinni, tækifærunum, mistökunum og sigrunum. Við fögnum okkur sjálfum. Við sýnum þakklæti í garð okkar og þeim líkama sem við búum í. Við sýnum þakklæti í garð þess sem við eigum og festumst ekki í því sem við eigum ekki.

Þetta kemur allt.

Litlir sigrar eru beztir!

xoxo7 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page