top of page

Umvafnar bullandi lífsgæðum

Writer's picture: KvennastyrksteymiðKvennastyrksteymið

Sérðu hvað þú hefur það gott?


Ertu þakklát fyrir það sem þú ert og það sem þú hefur?

Þarftu kannski að horfa á fréttir um sprengjuregn til að sjá hve heppin þú ert að hafa heilt þak yfir höfuðið? Ókey, manstu það núna hvað þú heppin?

Þarftu að horfa á betlara til að sjá hve heppin þú ert að eiga mat í ísskápnum? Mat sem jafnvel rennur út áður en hann er opnaður ... af því að þú átt meira en nóg?

Ef þú átt fatnað til skiptana, hlýtt húsaskjól yfir höfuðið, mat í skápum, nokkrar krónur í pyngjunni þá ertu vissulega umvafin bullandi lífsgæðum.

Skítt með að þig vanti eitthvað, okkur vantar öllum eitthvað, alltaf.

Þú átt nóg.

Hin hliðin á teningnum snýr svo að þér sem manneskju.

Er Stína frænka duglegri en þú í útihlaupum, myndarlegri í eldhúsinu, alltaf með heimabakað súrdeigsbrauð úr 320 ára súr frá Nepal og alltaf greidd? Börnin hlýðin og engir blettir sjáanlegir?

Nei sko glætan bara! Við tökum ekki þátt í þessari vitleysu! Stína frænka á örugglega jafn erfitt að finna þakklætið fyrir hversdeginum og þú.

Hún strögglar örugglega bara meira við að halda hvíta þvottinum hvítum en þú eða nennir ekki að para saman sokka sem þú gerir alltaf.

Sem sagt við höfum allar eitthvað í tilverinu til að vera þakklátar fyrir. Ég geri mitt og þú gerir þitt.

Við reynum okkar besta til að gera okkar besta á hverjum degi og það er nóg. Vissulega þurfum við stundum að taka aðeins meira á því til að gera okkar besta - eins og hve erfitt það getur verið að koma sér í rútínu eftir sumarruglið - en við gerum samt okkar besta.

Það dugar fínt.

Þú ert nóg.

Sýndu þér þakklæti, fólkinu í kringum þig og umhverfinu sem umlykur þig. Þú ert umvafin bullandi lífsgæðum.

xoxo

16 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page