Open site navigation

Tímatafla haustið 2022

Vinsamlegast athugið:

Þú getur valið um að festa þig í tíma allt að þrisvar í viku eða valið þér tíma hverju sinni en þá þarftu  í tíma fyrirfram á www.sportabler.com/shop/kvennastyrkur eða í Sportabler appinu. Greitt er fyrir mánaðartímabil - óháð tímafjölda sem þú kemur í.

Kynningarverð í ágúst 14.990 kr. // Engir tímar dagana 25.ágúst - 1. september en stöðin opin frá kl. 6:30-20:00 alla virka daga og ný æfing dagsins á töflunni á hverjum degi.

Dagana 8.-24. ágúst eru tímar skv. stundatöflu og er þér velkomið að skrá þig í hvaða tíma sem er á Sportabler, svo lengi sem það er pláss.

Stöðin er opin virka daga frá 6.30-20.00 og um helgar frá 9.00-18.00
Engir tímar dagana 25. ágúst - 1. september en stöðin opin frá 6.30-20.00 alla virka daga og ný æfing dagsins á töflunni.

Um tímana

Styrkur

Unnið með styrk, vöðvaþol, úthald og hreyfanleika með fjölbreyttum æfingum og útfærslum.                    

KraftStyrkur

Áhersla er lögð á þyngri lyftingar og tækni. Unnið í að auka vöðvastyrk og getu. Vertu ófeimin, við getum allar lyft.                    

UnglingaStyrkur

13 vikna eflingarnámskeið fyrir unglingsstelpur í hreyfingu en sem munu ekki síður snúast um að efla jákvæðari sýn ungra kvenna til líkamans síns, sjálfsmyndar og rödd þeirra. Farið yfir næringu, hreyfingu og amk einu sinni fræðsla frá íþróttafyrirmynd.                    

GrunnStyrkur

Í þessum tíma er kennd rétt tækni í æfingum í bland við æfingu dagsins. Góður grunnur minnkar lýkur á meiðslum. Hentar byrjendum sem og lengra komnum.                    

TabataStyrkur

Tabataæfingar þar sem við keyrum púlsinn upp og svitnum duglega.

Styrkur 55+

Unnið með styrk, vöðvaþol, úthald og hreyfanleika með fjölbreyttum æfingum og útfærslum.                    

Jóga / endurheimt

Náðu þér niður eftir æfingar vikunnar, auktu liðleika, grunnstyrk og vellíðan.

HelgarStyrkur

Breytilegir tímar viku frá viku, stundum félagaæfing þar sem unnið er með vinkonu, stundum eitthvað annað :)                    

MömmuStyrkur

Tími ætlaður ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Lagt er upp með að kenna rétta líkamsbeitingu í ýmsum æfingum og kenna konum á þær breytingar sem hafa átt sér stað á meðgöngunni og eftir fæðingu. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nýta sér grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum.