top of page

Einkaþjálfun í boði

Upplýsingar & verð

Hægt er að hafa samband beint við þjálfara til að óska eftir einkaþjálfun og upplýsingum en einnig má senda línu á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is 

Viðar Bjarnason

Inn í einkaþjálfun hjá Viðari er sérsniðnar og persónubundnar æfingar í Kvennastyrk sem henta þér. Hver tími er 50 mínútur. Einnig er innifalið að fá reglulega sentimetra- og vigtarmælingu sem og ráðgjöf með næringu. ​Æfingarnar eru fjölbreyttar þar sem farið er yfir alla vöðvahópa og í fyrsta tíma setjum við okkur sameiginleg markmið til að vinna að.

Netfang Viðars er vidar@kvennastyrkur.is 

Sólrún Anna „Sóla“

Sóla er að feta sín fyrstu skref í einkaþjálfun en hefur að bakinu yfirgripsmikla reynslu í líkamsrækt.  Hafðu samband til að fá tilboð fyrir einkaþjálfun hjá Sólu en viðmiðunarverð má sjá hér að neðan. Hægt er að fá einkaþjálfun hjá henni einu sinni til þrisvar í viku og er hver tími 50 mínútur.

Netfang Sólu er solrungd@gmail.com

Petra Baumruk

Petra er reyndur þjálfari og hefur kennt ýmsa tíma í gegnum tíðina. Petra er að byrja að bjóða upp á alhliða einkaþjálfun hér í Kvennastyrk og mótast æfingarnar ađ þörfum og getu hvers og eins. Hún er mikil íþróttamanneskja og hefur mikinn áhuga á ólympískum lyftingum og Hiit æfingum (sem eru styttri æfingar gerðar til að ná púlsinum hratt upp og lengja eftirbruna ađ æfingu lokinni). Hægt er að fá einkaþjálfun hjá Petru einu sinni til þrisvar í viku og er hver tími 50 mínútur. 

Netfang Petru er petra.styrkur@gmail.com

Verð fyrir stakan tíma er 12.000 kr. eða 16.000 ef tvær eru saman.

Verð fyrir einkaþjálfun einu sinni í viku er 30.000 kr. / ef tvær þá 20.000 kr. á mann

Verð fyrir einkaþjálfun tvisvar í viku er 50.000 kr. / ef tvær þá 35.000 kr. á mann

Verð fyrir einkaþjálfun þrisvar í viku er 70.000 kr. / ef tvær þá 50.000 kr. á mann

Ásamt greiðslu fyrir einkaþjálfun er nauðsynlegt að kaupa aðgang að stöðinni og fá þær sem eru í einkaþjálfun kort í stöðina á 10.990 í áskrift eða 13.990 fyrir stakan mánuð á meðan einkaþjálfun stendur. ​Innifalið er aðgangur að ræktarsalnum alla virka daga frá 6.30-21.00 og um helgar frá 9.00-18.00 ásamt aðgengi í hópatíma og jóga (sjá tímasetningar í tímatöflu). Aðgangur að stöðinni greiðist til Kvennastyrks og ber iðkendum sjálfum að segja þeirri áskrift upp til stöðvarinnar. 

​​

Hafðu samband til að athuga með lausa tíma með því að senda okkur vefskilaboð hér í hægra horninu, smella á Hafa samband hér að neðan, senda okkur tölvupóst á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is eða bjalla í 537 0606.

bottom of page