top of page

Einkaþjálfun í boði

20221102_075258_edited.jpg

Viðar Bjarnason

Viðar Bjarnason eigandi og yfirþjálfari Kvennastyrks býður upp á einkaþjálfun. Viðar er reynslubolti á sviði þjálfunar og hefur umsjón með tímum Kvennastyrks ásamt því að kenna þá ansi marga. Hægt er að velja um eitt til þrjú skipti í viku ásamt því að kaupa stakan tíma.

Hann er einkaþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð og er þrautreyndur á sínu sviði. 

Petra myndir.jpg

Petra Baumruk

Petra er með Pilates Klassik námskeið í Kvennastyrk á þriðjudögum og sunnudögum en býður einnig upp á einkatíma sem og vinkonutíma í Pilates. Hægt er að velja um eitt til þrjú skipti í viku ásamt því að hægt er að kaupa stakan tíma hjá henni.

Petra er lærður Pilates kennari og hefur kennt Pilates síðan 2013. 

Upplýsingar & verð

Viðar Bjarnason

Inn í einkaþjálfun hjá Viðari er sérsniðnar og persónubundnar æfingar í Kvennastyrk sem henta þér. Hver tími er 50 mínútur. Einnig er innifalið að fá reglulega sentimetra- og vigtarmælingu sem og ráðgjöf með næringu. ​Æfingarnar eru fjölbreyttar þar sem farið er yfir alla vöðvahópa og í fyrsta tíma setjum við okkur sameiginleg markmið til að vinna að. 

Petra Baumruk

Í einka- og vinkonutíma í Pilates hjá Petru kennir hún hreyfingarnar og fer afar vel í líkamsbeitingu við Pilates. Hægt er að bóka fasta tíma eða koma annað veifið í stakan tíma. 

Verð fyrir stakan tíma er 12.000 kr. eða 16.000 ef tvær eru saman.

  • Verð fyrir einu sinni í viku er 40.000 kr. / ef tvær þá 30.000 kr. á mann

  • Verð fyrir tvisvar í viku er 60.000 kr. / ef tvær þá 45.000 kr. á mann

  • Verð fyrir þrisvar í viku er 80.000 kr. / ef tvær þá 60.000 kr. á mann

Innifalið er aðgangur að ræktarsalnum alla virka daga frá 6.30-21.00 og um helgar frá 9.00-18.00 ásamt aðgengi í hópatíma og jóga (sjá tímasetningar í tímatöflu).

Hafðu samband til að athuga með lausa tíma með því að senda okkur vefskilaboð hér í hægra horninu, smella á Hafa samband hér að neðan, senda okkur tölvupóst á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is eða bjalla í 537 0606.

bottom of page