
Verðskrá
Hægt er að velja um að koma eingöngu í ræktina en þá fylgir þó aðgangur að jóga líka með! En svo er hægt að velja að koma í tíma (sem við mælum að sjálfsögðu með) og þá hefur þú val um að bóka þig alltaf í tíma eða festa þig á ákveðna tíma. En hvort sem þú velur þá getur þú alltaf breytt til og mætt í hvaða opna tíma á tímatöflunni sem þig langar í.
Allar æfingar í öllum tímum eru aðlagaðir að hverri og einni eftir þörfum.
Fastir tímar
22.990 kr.
Aðgangur að öllum opnum tímum, lyftinga- og tækjasal og æfing dagsins alltaf til staðar. Þú festir þér pláss í þremur tímum í viku en getur alltaf breytt og skipt á meðan pláss er, svo getur þú líka mætt í fleiri tíma ef það er pláss. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 27.990 kr.
60+
18.520 kr.
Kvennastyrkur hvetur konur 60 ára og eldri til að hreyfa sig og býður 20% afslátt af mánaðargjaldi í fasta sérsniðna tíma fyrir 60+ tvisvar í viku. Áskrift inniheldur einnig aðgang að jóga sem og lyftinga- og tækjasal þar sem æfing dagsins er til staðar. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.520 kr.
MömmuStyrkur
19.990 kr.
MömmuStyrkur er fyrir mæður ungra barna og börnin eru velkomin með. Það er góð aðstaða fyrir vagna fyrir utan ef krílin eru sofandi en ef þau eru vakandi þá koma þau bara með inn í tímann :=) Við leggjum áherslu á rétta líkamsbeitingu í tímunum og að ná tengingu aftur við kvið, mjaðmir og grindarbotn.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 24.990 kr.
Pilates Klassik námskeið
-
Stuðst er ýmist við líkamann eða dýnuna eina og sér, eða bætt við litlum sem stórum boltum, teygjum eða miniböndum.
Tíminn varir í 55 mín þar sem 40 mínútur fara í æfingar og 15 mínútur í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist. Auðvelt er að stjórna álaginu því oft eru kenndar mismunandi útfærslur af hverri æfingu og iðkendur geta valið sitt erfiðleikastig.
CBB Styrkur - námskeið
Kynningartilboð 19.990
CBB-Styrkur er 4 vikna námskeið.
50 mín styrktar- og brunatími sem endar alltaf á teygjum eða rúllum - kennt tvisvar í viku.
Í tímunum er lögð áhersla á að styrkja og móta rass- og lærvöðva á árangursríkan hátt og að þétta og tóna bak og kvið. Gólfæfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum, ketilbjöllum, miniböndum eða lóðarplötum. Inn á milli styrktaræfinga eru teknar hraðar æfingar sem fá hjartað til að slá og svitann til að spretta.
Hægt er að kaupa aðgengi að CBB Styrk ásamt aðgangi í alla opna tíma og rækt á 24.900 kr.