
Verðskrá
Hægt er að velja um að koma eingöngu í ræktina en þá fylgir þó aðgangur að jóga líka með! En svo er hægt að velja að koma í tíma (sem við mælum að sjálfsögðu með) og þá hefur þú val um að bóka þig alltaf í tíma eða festa þig á ákveðna tíma. En hvort sem þú velur þá getur þú alltaf breytt til og mætt í hvaða tíma á tímatöflunni sem þig langar í.
Allar æfingar í öllum tímum eru aðlagaðir að hverri og einni eftir þörfum.
Fastir tímar
22.990 kr.
Aðgangur að öllum tímum, lyftinga- og tækjasal og æfing dagsins alltaf til staðar. Þú festir þér pláss í þremur tímum í viku en getur alltaf breytt og skipt á meðan pláss er, svo getur þú líka mætt í fleiri tíma ef það er pláss. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 27.990 kr.
60+
18.520 kr.
Kvennastyrkur hvetur konur 60 ára og eldri til að hreyfa sig og býður 20% afslátt af mánaðargjaldi í fasta sérsniðna tíma fyrir 60+ tvisvar í viku. Áskrift inniheldur einnig aðgang að jóga sem og lyftinga- og tækjasal þar sem æfing dagsins er til staðar. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.520 kr.
Pilates Klassik námskeið
24.990 kr. (13.990 kr.)
Í boði eru tvö lokuð 4 vikna Pilates Klassik námskeið. Fyrir byrjendur og hinsvegar framhaldsnámskeið.
Á byrjendanámskeiðinu er farið í grunnhreyfingar og aðallega stuðst við dýnuna og eigin líkamsþyngd. Á framhaldsnámskeiðinu eru kenndar fleiri æfingar og nýttir litlir & stórir Pilates boltar og teygjur.
KvennaKraftur / Fjarþjálfun
6.900 kr.
Vilt þú fá 3 æfingar í viku, pepp og jákvæða hvatningu?
Í fjarþjálfun skiptir engu hvar á landinu þú býrð!
Þú færð vinnubók fyrir þína sjálfsvinnu, æfingar vikunnar í tölvupósti ásamt myndböndum af öllum æfingum og heimaútgáfum. Einnig er lokaður Facebook hópur og live fundur einu sinni í viku.