Verðskrá | Kvennastyrkur
top of page

Verðskrá

Hægt er að velja um að koma eingöngu í ræktina eða í ræktina og jóga. Svo er hægt að velja að koma í tíma (sem við mælum að sjálfsögðu með) og þá hefur þú  val um að bóka þig alltaf í tíma eða festa þig á ákveðna tíma. En hvort sem þú velur þá getur þú alltaf breytt til og mætt í hvaða opna tíma á tímatöflunni sem þig langar í. Þá erum við einnig með nokkur lokuð námskeið í boði.

Allar æfingar í öllum tímum eru aðlagaðir að hverri og einni eftir þörfum.

Fastir tímar

22.990 kr.

Þú festir þér pláss í þremur tímum í viku en getur alltaf breytt og skipt á meðan pláss er, svo getur þú líka mætt í fleiri tíma ef það er pláss. Einnig færðu aðgang að öllum öðrum opnum tímum, jóga og lyftinga- og tækjasal. Fjölbreyttir tímar eru í boði alla virka daga frá kl. 6.40 á morgnana og er sá síðasti klukkan 17.20 á daginn.  Ótímabundinn samningur í áskrift. 

Hægt er að kaupa stakan mánuð á 27.990 kr.

MömmuStyrkur

18.990-19.990 kr.

MömmuStyrkur er fyrir mæður ungra barna og börnin eru velkomin með. Það er góð aðstaða fyrir vagna fyrir utan ef krílin eru sofandi en ef þau eru vakandi þá koma þau bara með inn í tímann :=) Við leggjum áherslu á rétta líkamsbeitingu í tímunum og að ná tengingu aftur við kvið, mjaðmir og grindarbotn.

 

Hægt er að byrja hvenær sem er í Mömmustyrk. 

Þrír hópar eru í boði: 

Mán-mið-fös 9.30-10.30 - 19.990 kr.

Mán-mið-fös 10.40-11.40 - 19.990 kr.

Þri-fim 9.45-10.45 - 18.990 kr.

Þær sem eru með aðgang í Mömmustyrk mega flakka á milli tíma á meðan pláss er í tímanum og mæta í aðra opna tíma.

Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.990 til 24.990 kr.

Lyftingarsalur / ræktin

10.990 kr.

Aðgangur að lyftinga- og tækjasal og æfing dagsins til staðar. Hægt er að fá kennslu á tækin eftir samkomulagi. Ótímabundinn samningur í áskrift.

Hægt er að kaupa stakan mánuð á 13.990 kr.

10 skipta kort

26.990 kr.

Aðgangur að öllum opnum tímum, jóga og lyftinga- og tækjasal. 

Kortið gildir í eitt ár.

Startið - námskeið

Verð 29.900 kr. 

Lokaðir tímar sem eru sérstaklega tilvaldnir fyrir þær sem vilja taka fyrstu skrefin í átt að betri heilsu, byrja í ræktinni og þær sem vilja æfa í lokuðu umhverfi í litlum hóp. Um er að fjórar vikur þar sem mætt er tvisvar í viku í tíma.


Námskeiðinu fylgir aðgangur að ræktinni hjá Kvennastyrk sem hægt er að mæta í að vild á opnunartíma stöðvarinnar sem og aðgangur að opnum tímum.


Yfirjálfari: Viðar Bjarnason, eigandi og yfirþjálfari Kvennastyrks.

Tími: þriðjudagar & fimmtudagar frá 19.45-20.35

Fljótandi tímar

18.990 kr. 

Aðgangur að öllum opnum tímum hjá okkur. Þú ert ekki með fast pláss en getur bókað þig í tíma á meðan  pláss er. Einnig færðu aðgang að lyftinga- og tækjasal. Fjölbreyttir tímar eru í boði alla virka daga frá kl. 6.40 á morgnana og er sá síðasti klukkan 17.20 á daginn. Ótímabundinn samningur í áskrift.

Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.990 kr.

Styrkur 60+

18.520 kr.

Kvennastyrkur hvetur konur 60 ára og eldri til að hreyfa sig, lyfta og styrkja.

Tímarnir Styrkur 60+ eru þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 13.10-14.00. Við leggjum áherslu á að aðlaga æfingar að hverri og einni eftir þörfum og endum æfinguna alltaf á teygju.

Áskrift inniheldur einnig aðgang að jóga sem og lyftinga- og tækjasal þar sem æfing dagsins er til staðar. Ótímabundinn samningur í áskrift.

Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.520 kr.

Lyftingarsalur / ræktin & Jóga

14.990 kr.

Aðgangur að lyftinga- og tækjasal ásamt jóga sem er í boði þrisvar í viku. Hægt er að fá kennslu á tækin eftir samkomulagi. Aðgangur að jóga fylgir með. Ótímabundinn samningur í áskrift.

Hægt er að kaupa stakan mánuð á 17.990 kr.

Pilates námskeið

Verð 27.920 kr. - 4 vikna námskeið

Verð með fullum aðgangi 32.920 kr.

Verð fyrir iðkendur: 13.960 kr.

Pilates hefur verið afar vinsælt hjá okkur og hér er um að ræða nýtt námskeið. Námskeiðið hentar nánast öllum óháð aldri, getustigi og stirðleika. Í tímunum verður tekið vel á öllum líkamanum.

Námskeið í gólfæfingum Pilates þar sem lögð er áhersla á góða og rétta líkamsbeitingu í æfingunum. Nemendur fá einstaklingsmiðaða kennslu þar sem kennari veitir leiðsögn og leiðréttir form eftir þörfum svo nemendur fái sem mest út úr tímum. Í tímunum verður farið í gegnum hefðbundnar gólfæfingar Pilates en æfingarnar auðgaðar með notkun bolta og teygjubanda eftir þörfum.

Kennari Hlín Pétursdóttir. Hlín er með kennsluréttindi í gólfæfingum Pilates (Comprehensive Pilates Mat) frá the Kane School í New York og lærði undir umsjón Guðrúnar Svövu Kristinsdóttur.

 

4 vikna námskeið sem kennt er tvisvar í viku.

Tímasetningar:

Þriðjudagar 18.40-19.35
Fimmtudagar 18.40-19.35

bottom of page