
Verðskrá
Hægt er að velja um að koma eingöngu í ræktina eða í ræktina og jóga. Svo er hægt að velja að koma í tíma (sem við mælum að sjálfsögðu með) og þá hefur þú val um að bóka þig alltaf í tíma eða festa þig á ákveðna tíma. En hvort sem þú velur þá getur þú alltaf breytt til og mætt í hvaða opna tíma á tímatöflunni sem þig langar í. Þá erum við einnig með nokkur lokuð námskeið í boði.
Allar æfingar í öllum tímum eru aðlagaðir að hverri og einni eftir þörfum.
Fastir tímar
22.990 kr.
Þú festir þér pláss í þremur tímum í viku en getur alltaf breytt og skipt á meðan pláss er, svo getur þú líka mætt í fleiri tíma ef það er pláss. Einnig færðu aðgang að öllum öðrum opnum tímum, jóga og lyftinga- og tækjasal. Fjölbreyttir tímar eru í boði alla virka daga frá kl. 6.40 á morgnana og er sá síðasti klukkan 17.20 á daginn. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 27.990 kr.
MömmuStyrkur
19.990 kr.
MömmuStyrkur er fyrir mæður ungra barna og börnin eru velkomin með. Það er góð aðstaða fyrir vagna fyrir utan ef krílin eru sofandi en ef þau eru vakandi þá koma þau bara með inn í tímann :=) Við leggjum áherslu á rétta líkamsbeitingu í tímunum og að ná tengingu aftur við kvið, mjaðmir og grindarbotn.
Hægt er að byrja hvenær sem er í Mömmustyrk sem er þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 10.40-11.40.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 24.990 kr.
Yoga Hatha námskeið
Verð 46.680 kr. - 6 vikna námskeið
Verð með fullum aðgangi 51.680 kr.
Verð fyrir iðkendur: 23.340 kr.
Yoga Hatha er lokað 6 vikna námskeið sem kennt er tvisvar í viku. Á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 19.30 til 20.30.
Á þessu námskeiði munum við koma til með að einbeita okkur að mjöðmum, mjóbaki, fótleggjum og öxlum, losa um og styrkja vöðvana okkar. Við ljúkum hverjum tíma með góðri hvíld og hugleiðslu.
Fyrsti tíminn verður fimmtudaginn 16. janúar og sá síðasti mánudaginn 24. febrúar.
Kennari: Árný Ingveldur Brynjarsdóttir
CBB Styrkur - námskeið
Verð 24.900 kr.
Verð með fullum aðgangi 29.900 kr.
Verð fyrir iðkendur: 10.000 kr.
Hægt er að kaupa aðgang að einungis námskeiðinu eða bæta við aðgangi að öllum opnum tímum og rækt líka.
CBB-Styrkur er 4 vikna námskeið.
50 mín styrktar- og brunatími sem endar alltaf á teygjum eða rúllum - kennt tvisvar í viku.
Í tímunum er lögð áhersla á að styrkja og móta rass- og lærvöðva á árangursríkan hátt og að þétta og tóna bak og kvið. Gólfæfingar með eigin líkamsþyngd, lóðum, ketilbjöllum, miniböndum eða lóðarplötum. Inn á milli styrktaræfinga eru teknar hraðar æfingar sem fá hjartað til að slá og svitann til að spretta.
Næsta námskeið hefst 4. mars.
Fljótandi tímar
18.990 kr.
Aðgangur að öllum opnum tímum hjá okkur. Þú ert ekki með fast pláss en getur bókað þig í tíma á meðan pláss er. Einnig færðu aðgang að lyftinga- og tækjasal. Fjölbreyttir tímar eru í boði alla virka daga frá kl. 6.40 á morgnana og er sá síðasti klukkan 17.20 á daginn. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.990 kr.
Styrkur 60+
18.520 kr.
Kvennastyrkur hvetur konur 60 ára og eldri til að hreyfa sig, lyfta og styrkja.
Tímarnir Styrkur 60+ eru þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 13.10-14.00. Við leggjum áherslu á að aðlaga æfingar að hverri og einni eftir þörfum og endum æfinguna alltaf á teygju.
Áskrift inniheldur einnig aðgang að jóga sem og lyftinga- og tækjasal þar sem æfing dagsins er til staðar. Ótímabundinn samningur í áskrift.
Hægt er að kaupa stakan mánuð á 23.520 kr.
Pilates Klassik námskeið
Verð 38.900 kr. - 4 vikna námskeið
Verð með fullum aðgangi 43.900 kr.
Verð fyrir iðkendur: 19.450 kr.
Hægt er að kaupa aðgang að einungis námskeiðinu eða bæta við aðgangi að öllum opnum tímum og rækt líka.
Stuðst er ýmist við líkamann eða dýnuna eina og sér, eða bætt við litlum sem stórum boltum, teygjum eða miniböndum.
Tíminn varir í 55 mín þar sem 40 mínútur fara í æfingar og 15 mínútur í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist. Auðvelt er að stjórna álaginu því oft eru kenndar mismunandi útfærslur af hverri æfingu og iðkendur geta valið sitt erfiðleikastig.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með grunn í Pilates og treysta sér í hraðara tempó í æfingum.
Nýtt námskeið hefst 11. mars.
Pilates Klassik Byrjendanámskeið
Verð 31.120 kr.
Verð með fullum aðgangi 36.120 kr.
Verð fyrir iðkendur: 15.560 kr.
Hægt er að kaupa aðgang að einungis námskeiðinu eða bæta við aðgangi að öllum opnum tímum og rækt líka.
Pilates Klassik hefur verið afar vinsælt hjá okkur og nú er byrjendanámskeið aftur í boði eftir nokkurt hlé.
Um er að ræða námskeið fyrir þær sem hafa aldrei farið í Pilates áður og fyrir þær sem hafa smá grunn. Farið er rólega í æfingar og kenndar grunnæfingar sem byggt er svo ofan á smá saman.
Tíminn varir í 55 mín þar sem 40 mínútur fara í æfingar og 15 mínútur í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist. Auðvelt er að stjórna álaginu því oft eru kenndar mismunandi útfærslur af hverri æfingu og iðkendur geta valið sitt erfiðleikastig.
Næsta námskeið hefst 4. mars.