
Námskeið í boði
Flestir okkar tíma eru opnir tímar sem hægt er að byrja hvenær sem er í og mæta eins oft og þú vilt í.
En það eru líka nokkur lokuð námskeið eru í boði hjá Kvennastyrk, þá er hægt að kaupa aðgengi einungis að námskeiðunum eða bæta við sig og fá aðgengi í alla opna tíma og líkamsrækt. Sjá námskeið og lokaða tíma hér að neðan.
Startið
Lokaðir tímar sem eru frábærir fyrir þær sem eru í yfirþyngd og þær sem þykja fyrstu skrefin í ræktinni íþyngjandi og jafnvel kvíðavaldandi.
Um er að fjórar vikur þar sem mætt er tvisvar í viku í tímar.
Námskeiðinu fylgir aðgangur að ræktinni hjá Kvennastyrk sem hægt er að mæta í að vild á opnunartíma stöðvarinnar.
Yfirþjálfari Viðar Bjarnason
Einungis 12 pláss eru í hópnum.
Tími: mánudagar & fimmtudagar frá 19.45-20.35
Næsta tímabil hefst 6. janúar og skráning er hafin.
Pilates
Námskeið í gólfæfingum Pilates þar sem lögð er áhersla á góða og rétta líkamsbeitingu í æfingunum.
Nemendur fá einstaklingsmiðaða kennslu þar sem kennari veitir leiðsögn og leiðréttir form eftir þörfum svo nemendur fái sem mest út úr tímum. Í tímunum verður farið í gegnum hefðbundnar gólfæfingar Pilates en æfingarnar auðgaðar með notkun bolta og teygjubanda eftir þörfum.
Þjálfari Hlín Pétursdóttir
Hægt er að velja um að kaupa námskeið með aðgangi að ræktarsal og opnum tímum eða án.
4 vikna námskeið sem kennt er tvisvar í viku (8 skipti).
Einungis 8 pláss eru á námskeiðinu.
Tími:
Þriðjudagar 18.40-19.35
Fimmtudagar 18.40-19.35
Næsta tímabil hefst 6. janúar og hefst skráning fljótlega.
