Skilmálar
1. Almennt
Kvennastyrkur er líkamsræktarstöð fyrir konur í eigu VH Þjálfun og ráðgjöf., kt. 510119-0960 (hér eftir talað um Kvennastyrk). Skráning í áskrift eða kaup á æfingaplani, einkatíma, prufutíma, pop up tíma, námskeiði (þ.m.t. .þjálfaranámskeiði og fræðslunámskeiði), fjarþjálfun, matarþjálfun (þ.m.t. matarbanka) hugarfarsþjálfun, aðgangi að tækjasal, vöru, pop up tíma eða annarri þjónustu hjá Kvennastyrk er háð eftirfarandi skilmálum. Eftirfarandi skilmálar kveða m.a. á um réttindi og skyldur iðkanda og eru kaupendur því hvattir til þess að lesa þá gaumgæfilega yfir áður en greiðsla er lögð inn. Skilmálar þessir eru í gildi allan þann tíma sem áskrift er virk.
Vinsamlegast athugið að sé kaupandi undir 18 ára aldri er þess krafist að forráðamenn hans kynni sér einnig eftirfarandi skilmála og skrái viðkomandi.
Aldurstakmark í tækjasal er 18 ára.
Með kaupum á hverskyns vöru eða þjónustu (æfingaplani, einkatíma, námskeiði, fræðslunámskeiði, þjálfaranámskeiði, aðgangi að tækjasal, fjarþjálfun, matarþjálfun, matarbanka, hugarfarsþjálfun, pop up tíma o.fl. ) eða skráningu í áskrift samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.
2. Skyldur Kvennastyrks
Kvennastyrkur skuldbindur sig til þess að hafa líkamsræktarstöðina opna á þeim afgreiðslutíma sem auglýstur er.
Kvennastyrkur skuldbindur sig til þess að bjóða upp á þau námskeið sem auglýst hafa verið að því gefnu að tilskilinn fjöldi iðkenda náist.
Til að fá aðgang að námskeiði þarf að skrá sig á það sérstaklega. Hægt er að kaupa aukalega aðgang að tækjasal.
3. Skyldur iðkanda
Með kaupum á æfingaplani, einkatíma, prufutíma, pop up tíma, námskeiði, fjarþjálfun, aðgang að tækjasal eða skráningu í áskrift staðfestir viðkomandi að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt og sé með því ekki að stofna heilsu sinni í hættu. Allar æfingar innan stöðvarinnar eru iðkaðar á eigin ábyrgð og ber Kvennastyrkur/VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkanda á æfingu. Með kaupum þessum er Kvennastyrkur/VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. firrt allri ábyrgð af slíkum slysum eða meiðslum nema ef hægt er að sanna að slys eða meiðsl megi rekja með beinum hætti til vanrækslu eða mistaka starfsmanns eða stjórnenda stöðvar.
Iðkandi er hvattur til þess að hlusta vel á líkama sinn, hætta æfingu eða láta vita ef æfingin veldur óþægindum eða hentar ekki. Einnig ef iðkandi hefur sögu um meiðsl eða önnur heilsufarsvandamál er hann hvattur til þess að ráðfæra sig við lækni til að tryggja að hann geti fylgt æfingaplani eða fjarþjálfun. Ekki er mælt með æfingaplani eða fjarþjálfun ef iðkandi er ekki við góða heilsu og hefur ekki stundað líkamsrækt áður.
VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. tryggir ekki árangur af æfingaplani, fjarþjálfun, einkatímum, námskeiðum (þm.t. þjálfaranámskeiði og fræðslunámskeiði), pop up tíma, matarþjálfun og/eða hugarfarsþjálfun. VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. tryggir ekki styrkingu á kvið- og grindarbotnssvæðinu, þyngdartap/fitutap, þyngdaraukingu/styrk, meira þol eða árangur af hugleiðslu. Árangur tekur tíma og fer eftir því hversu vel/oft iðkandi fylgir plani eða hversu vel/oft iðkandi mætir í tíma, á hve löngum tíma og hvort iðkandi fylgir hollu matarræði samhliða æfingaplani, fjarþjálfun og námskeiðum. Ef iðkandi fylgir ekki plani eða mætir ekki í tíma er hann ekki að fara fá útúr þjálfun eins og er ætlast til. Að tileinka sér það sem VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. leggur upp með tekur tíma.
Með skilmálum þessum samþykkir iðkandi að nota aðgangsstýringarkerfi Kvennastyrks eins og það er á hverjum tíma (nú app/smáforrit fyrir snjalltæki).
Börn eru velkomin í mömmutíma en iðkendum er eingöngu heimilt að taka börn sín með sér í tækjasal séu þau í bílstól/matarstól/öryggisgrind meðan á æfingu stendur. Vakin er sérstök athygli á því að börn eru alfarið á ábyrgð iðkenda og ber Kvennastyrkur/VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. ekki ábyrgð á hverskyns slysum eða meiðslum sem upp kynnu að koma.
Aðgangur að tækjasal og námskeiði eru til einkanota iðkanda og er allt framsal óheimilt.
Öll verðmæti iðkanda eru á eigin ábyrgð. Kvennastyrkur ber ekki ábyrgð á verðmætum í læstum skápum.
4. Áskriftarsamningur frá 8. ágúst 2022
4.1 Greiðslur, binding og uppsögn
Greiðsluseðill er sendur í heimabanka fyrir hvert tímabil nema um annað sé óskað. Greiðsluseðillinn kemur inn við lok tímabils með eindaga 10 dögum síðar. Verði greiðsluseðill ekki greiddur fer það í lögfræðiinnheimtu. Áskriftargjald er innheimt þar til uppsögn hefur borist (uppsögn verður að berast eigi síðar en við lok viku 2 á núverandi tímabili fyrir næsta tímabil).
Áskriftargjöld fást ekki endurgreidd, óháð mætingu iðkanda eða notkun á fjarþjálfun. Áskriftin hefur bindingu um eitt tímabil, þ.e. ef uppsögn hefur ekki borist við lok viku 2 á núverandi tímabili telst næsta tímabil bundið. Uppsögn verður að berast skriflega eigi síðar en í viku 2 á hverju tímabili annars heldur skráningin áfram yfir á næsta tímabil. Eftir að greiðsluseðill hefur verið sendur í heimabanka er ekki hægt að fella hann niður.
Uppsagnir skulu sendar á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is með kennitölu iðkanda.
4.3 Áskriftargjald
Eftirfarandi gjöld eiga við um eins mánaðar tímabil:
17.990 kr. Aðgangur að öllum tímum, ræktinni og æfing dagsins alltaf til staðar. Skráning nauðsynleg. Ótímabundinn samningur í áskrift.
21.990 kr. Aðgangur að öllum tímum, ræktinni og æfing dagsins alltaf til staðar. Fast pláss í ákveðnum tímum. Ótímabundinn samningur í áskrift.
9.990 kr. Aðgangur að ræktinni og æfing dagsins til staðar. Ótímabundinn samningur í áskrift.
19.990 kr. Aðgangur að öllum tímum, ræktinni og æfing dagsins alltaf til staðar. Skráning nauðsynleg. Ótímabundinn samningur í áskrift.
23.990 kr. Aðgangur að öllum tímum, ræktinni og æfing dagsins alltaf til staðar. Fast pláss í ákveðnum tímum. Stakur mánuður.
11.990 kr. Aðgangur að ræktinni og æfing dagsins til staðar. Stakur mánuður.
Kvennastyrkur áskilur sér rétt til breytinga á verði.
5. Umgengnisreglur
Aðgangur að líkamsræktarstöð Kvennastyrks er háð ákveðnum umgengnisreglum og með skráningu í áskrift eða kaupum á æfingaplani, einkatíma, námskeiði, pop up tíma eða annarri þjónustu skuldbindur iðkandi sig til þess að fara eftir þeim. Vakin er athygli á því að líkamsræktarstöðin getur verið ómönnuð á opnunartíma hennar. Allar æfingar innan stöðvarinnar eru iðkaðar á eigin ábyrgð og ber Kvennastyrkur/VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkanda á æfingu.
Aðgangur iðkanda er til einkanota og er honum með öllu óheimilt að hleypa öðrum inn stöðina.
Líkamsræktarstöð Kvennastyrks er vöktuð með myndavélakerfi og stýrð með aðgangsstýringarkerfi til að tryggja öryggi iðkenda og að iðkendur séu þeir einu sem nýtt geti sér aðstöðuna.
Iðkendur skulu ganga snyrtilega um og ganga frá æfingabúnaði eftir sig. Æfingabúnaður er eingöngu ætlaður til æfinga og ber iðkandi ábyrgð á því að haga æfingum sínum þannig að hvorki hann né aðrir hljóti skaða af þeim. Heyrnartól skulu notuð ef spiluð er tónlist. Neyðarútgang úr æfingasal skal einungis nota í neyð. Notkun myndavéla í búningsklefa er bönnuð en hið sama á einnig við um myndatökur í tækjasal nema þær séu með fullu samþykki þess sem myndaður er. Öll notkun áfengis, tóbaks, rafrettna, eitur- og hverskyns ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil. Stórfelld brot á reglum þessum heimila brottrekstur iðkenda úr stöðinni og/eða riftun samnings.
6. Höfundaréttur
VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. er höfundur af öllu efni sem fram kemur í æfingarplani (uppsetningu æfinga, myndböndum, lýsingum á æfingum og öðru efni sem fylgir), námskeiði og pop up tíma í Kvennastyrk (uppsetningu, leiðbeiningu og öðru efni sem fylgir), einkatíma í Kvennastyrk (uppsetningu, leiðbeiningu og öðru efni sem fylgir), meðgöngu- og mömmufjarþjálfun (uppsetningu æfinga, myndböndum, lýsingum á æfingum og öðru efni sem fylgir), þjálfaranámskeið (uppsetningu námskeiðs, myndböndum og öðru efni sem fylgir), fræðslunámskeiði (uppsetning námskeiðs og öðru efni sem fylgir), hugarfarsþjálfun (uppsetningu æfinga, upptökur og öðru efni sem fylgir), matarbanka (uppsetningu og öðru efni sem fylgir) og matarþjálfun (uppsetningu og öðru efni sem fylgir).
Höfundaréttur er áskilinn á öllu sem VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. æfingaplan, einkatími, námskeið, pop up tími, fræðslunámskeið, þjálfaranámskeið, fjarþjálfun, matarbanki, matarplan og hugarfarsþjálfun hefur að geyma. Hvert æfingaplan, pláss í einkatíma, pláss á námskeið, í fjarþjálfun, í hugarfarsþjálfun, pláss á þjálfaranámskeið, pláss á fræðslunámskeið, pláss í pop up er ætlað sölu til einstaklinga, pláss í matarþjálfun. Það er aðeins ætlað til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til annarra án leyfis.
7. Greiðslur og sendingarmáti
Æfingaplön, námskeið, einkatímar, pop up tímar, þjálfaranámskeið, fræðslunámskeið, fjarþjálfun, matarþjálfun, matarbanki, hugarfarsþjálfun og vörur eru greidd í ISK og framkvæmdar á www.kvennastyrkur.is og www.sportabler.com en einnig er möguleiki að ganga frá greiðslu í Kvennastyrk. Verð getur breyst án fyrirvara.
Allar greiðslur berast Kvennastyrks (VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. Kt. 511019-0960, VSK nr. 133555) og eru gerðar í gegnum Sportabler, Aur eða bókhaldskerfi Regla. Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á www.sportabler.com, www.aur.is og www.regla.is. Þegar greiðsla hefur borist í gegnum heimasíðuna fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá Sportabler.
Persónuupplýsingum sem þú deilir á þessari síðu (nafn, heimilisfang, tölvupóstfang og síma) sem tengjast sendingunni er deilt með Póstinum (Íslandspóstur kt. 701296-6139) sjálfkrafa þannig að varan geti verið afgreidd. Afgreiðsla sendinga þegar sótt er á næsta pósthús er um 2-5 virka daga og um 1-3 virka daga þegar um heimsendingu er að ræða. Nánari upplýsingar má finna inn á www.postur.is (pakki pósthús eða pakki heim).
8. Skilaréttur og endurgreiðsla
Æfingaplön fást ekki endurgreidd. Hægt er að fá endurgreitt fyrir skráningu í fjarþjálfun, á námskeið (á ekki við um áskriftir sjá lið 4), í einkatíma, á þjálfaranámskeið, fræðslunámskeið, pop up tíma (þegar við á) og hugarfarsþjálfun 48 tímum áður en fjarþjálfunin, námskeiðið, fræðslunámskeið, þjálfaranámskeið, pop up tími, einkatíminn eða hugarfarsþjálfun hefst.
Eftir að námskeið, fræðslunámskeið, pop up tími og þjálfaranámskeið hefst er ekki hægt að fá endurgreitt eða flytja námskeið eða tíma yfir á annað tímabil. Eftir að fjarþjálfun eða hugarfarsþjálfun hefst er ekki hægt að fá endurgreitt en það er hægt að flytja aðgang yfir á nýtt tímabil eða lengja aðganginn um tímabundinn tíma. Eftir að greiðsluseðill hefur verið sendur út í tengslum við áskrift er ekki hægt að fá endurgreitt.
Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöru, ef varan er í upprunalegu ástandi, innan við 14 daga frá því að varan var keypt. Til þess að óska eftir endurgreiðslu á vöru skal senda tölvupóst á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is með nafni, kennitölu, reikningsnúmeri og ástæðu fyrir skilum.
9. Force majeure
Á við um truflun á starfsemi stöðvarinnar vegna ytri aðstæðna sem ekki eru á ábyrgð Kvennastyrks, þ.e. aðstæðna sem eru ófyrirséðar og ekki hægt að koma í veg fyrir. Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir þegar hafið tímabil en iðkandi verður ekki krafinn um greiðslu vegna þeirra tímabila sem á eftir koma þar til ástandið er liðið hjá.
10. Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Kvennastyrk/VH Þjálfun og ráðgjöf ehf. á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Heimili og varnarþing Kvennastyrks er að Strandgötu 33, 220 Hafnarfirði.
11. Áskilnaður um breytingar
Kvennastyrkur áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Taka þær breytingar gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir á heimasíðu Kvennastyrks.
Með því að halda áfram í greiðsluferli samþykkir kaupandi skilmála og persónuverndarstefnu Kvennastyrks.
Contact
I'm always looking for new and exciting opportunities. Let's connect.
123-456-7890