Þjálfararnir okkar

Eigandi & yfirþjálfari
Viðar Bjarnason
Viðar er reynslubolti á sviði þjálfunar og hefur umsjón með tímum Kvennastyrks ásamt því að kenna þá ansi marga. Hann er einkaþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð og er þrautreyndur á sínu sviði. „Ég var yfirþjálfari þreks hjá RVK MMA og sá um styrktarþjálfun yngri flokka hjá Val síðustu misseri. Í dag hef ég fært mig alveg yfir í Kvennastyrk ásamt því að vera styrktar- og þrekþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Val. Í öllum okkar tímum er hægt að aðlaga æfingar að þörfum hverrar og einnar sem gerir konum kleift að prófa það sem þeim langar til, burt séð frá fyrri reynslu. Við bjóðum fjölbreytta tíma fyrir fjölbreyttar konur í hjarta Hafnarfjarðar.“

Eigandi, framkvæmdarstjóri & þjálfari
Halldóra Anna Hagalín
Halldóra er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hefur áratugareynslu í markaðs- og stjórnunarstörfum. Í dag er hún að bæta við sig námi í þjálfun. „Ég stekk til og kenni ýmsa tíma hjá Kvennastyrk eins og 60+, MömmuStyrk og fjölbreytta morgun- og seinnipartstíma. Þá er ég búin með þjálfaranámskeið fyrir nýbakaðar mæður og konur á meðgöngu. Ég fæ mikið úr því að þjálfa okkar frábæru konur sem eru eins fjölbreyttar og æfingarnar og á öllum aldri. Við þjálfararnir leggjum öll mikla áherslu á að hér líði konum vel og við aðlögum æfingar þegar þörf er á.
Ég tek að mér ráðgjafastörf fyrir smærri aðila í markaðsmálum sem og heimasíðugerð en ég er reynd í textagerð, markaðsmálum, vefsíðugerð og -stjórnun.“

Jóga kennari
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir
Árný leiðir Yoga hjá Kvennastyrk á fimmtudögum og laugardögum. Árny lngveldur Brynjarsdóttir hefur kennt yoga síðan 2014. Hún er menntaður Hatha/lyengar yoga kennari frá Open Sky Yoga frá New York og Restorative yoga lærði hún 2018 undir handleiðslu Judith Lasater frá Bandaríkjunum. „Ég hef mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri vellíðan kvenna og legg mig fram við að leiðbeina og þjóna þeim sem til mín koma í tíma.“ Yoga er eins og kennarinn, mjúkt, einstaklingsmiðað, róandi og hentar öllum sem vilja byrja að stunda yoga.

Þjálfari
Petra Baumruk
Petra kennir Pilates Klassik á þriðjudögum og sunnudögum. Petra er lærður Pilates kennari og hefur kennt Pilates síðan 2013. Fyrir utan það að vera Pilates kennari er hún menntaður lögfræðingur og ný-bökuð móðir. Hún er mikil keppnismanneskja og hefur stundað handbolta og hindrunarhlaup. ,,Ég legg mikla áherslu á að líða vel bæði líkamlega & andlega og finnst mikilvægt að finna gleðina í að hreyfa sig fyrir heilsuna og vellíðan í eigin líkama”.

Næringaþerapisti
Elfa Ýr Mundell
Elfa Ýr Hafsteinsdóttir Mundell er gift og á tvö börn. Hún útskrifaðist með diploma í næringaþerapíu frá The Health Science Academy í Englandi árið 2016 og er að klára klíníska næringarfræði úr sama skóla.
Hún er meðlimur í International Institute for Complementary Therapists(IICT) sem er viðurkennt um allan heim. Elfa bjó í Englandi í rúm 17 ár og starfaði þar í 11 ár sem markþjálfi og lífstíls leiðbeinandi fyrir konur og ungt fólk. Hún hóf svo störf sem næringaþerapisti eftir að hún kláraði námið, flutti árið 2020 aftur til Íslands og hefur að mestu unnið með konum sem þjást af PCOS en einnig mikið með blóðsykursjafnvægi.
„Ég legg mikla áherslu á heilbrigðan lífstíl og mikilvægi næringar í lífi mínu. Ég hef mikinn metnað fyrir því að efla þekkingu og skilning almennings á mikilvægi þess að lifa lífstíl sem byggir á að neyta heilbrigðrar og næringarríkrar fæðu sem nýtist líkamanum sem best,“ segir Elfa Ýr.

Þjálfari
Sólrún Anna „Sóla“
Sóla leiðir hópatíma hjá okkur og tekur að sér einkaþjálfun. Hún kláraði einkaþjálfaraskóla World Class árið 2022 og hefur mikinn áhuga á líkamsrækt.
„Ég hef verið að stunda líkamsrækt í um það bil 10 ár. Ég byrjaði að æfa til að bæta andlega heilsu og fann mig rosalega vel innan veggja ræktarstöðva og hef verið að æfa eitthvað nánast alveg síðan þá. Ég fékk einkaþjálfara réttindi 2022 með þann draum að mig langar að hjálpa öðrum að styrkja sig líkamlega og andlega og ná markmiðum.“