Þjálfararnir okkar
Eigandi & yfirþjálfari
Viðar Bjarnason
Viðar er reynslubolti á sviði þjálfunar og hefur umsjón með tímum Kvennastyrks ásamt því að kenna þá ansi marga. Hann er einkaþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð og er þrautreyndur á sínu sviði. „Ég var yfirþjálfari þreks hjá RVK MMA og sá um styrktarþjálfun yngri flokka hjá Val síðustu misseri. Í dag hef ég fært mig alveg yfir í Kvennastyrk ásamt því að vera styrktar- og þrekþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Val. Í öllum okkar tímum er hægt að aðlaga æfingar að þörfum hverrar og einnar sem gerir konum kleift að prófa það sem þeim langar til, burt séð frá fyrri reynslu. Við bjóðum fjölbreytta tíma fyrir fjölbreyttar konur í hjarta Hafnarfjarðar.“
Eigandi, framkvæmdarstjóri & þjálfari
Halldóra Anna Hagalín
Halldóra er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hefur áratugareynslu í markaðs- og stjórnunarstörfum. Í dag er hún að bæta við sig námi í þjálfun. „Ég stekk til og kenni ýmsa tíma hjá Kvennastyrk eins og 60+, MömmuStyrk og fjölbreytta morgun- og seinnipartstíma. Þá er ég búin með þjálfaranámskeið fyrir nýbakaðar mæður og konur á meðgöngu. Ég fæ mikið úr því að þjálfa okkar frábæru konur sem eru eins fjölbreyttar og æfingarnar og á öllum aldri. Við þjálfararnir leggjum öll mikla áherslu á að hér líði konum vel og við aðlögum æfingar þegar þörf er á.
Ég tek að mér ráðgjafastörf fyrir smærri aðila í markaðsmálum sem og heimasíðugerð en ég er reynd í textagerð, markaðsmálum, vefsíðugerð og -stjórnun.“
Þjálfari
Sólrún Anna „Sóla“
Sóla leiðir fjölbreytta hópatíma hjá okkur ásamt því að taka að sér einkaþjálfun. Hún kláraði einkaþjálfaraskóla World Class árið 2022 og hefur mikinn áhuga á líkamsrækt.
„Ég hef verið að stunda líkamsrækt í um það bil 10 ár. Ég byrjaði að æfa til að bæta andlega heilsu og fann mig rosalega vel innan veggja ræktarstöðva og hef verið að æfa eitthvað nánast alveg síðan þá. Ég fékk einkaþjálfararéttindi 2022 með þann draum að mig langar að hjálpa öðrum að styrkja sig líkamlega og andlega og ná markmiðum.“
Þjálfari
Berglind Eva Eggertsdóttir
Berglind Eva hefur lokið námi til einkaþjálfararéttinda við einkaþjálfaraskóla World Class auk þess sem hún hefur margra ára reynslu í líkamsrækt, bæði sem einstaklingur og sem hluti af hóp. Hún hefur stundað alls kyns hreyfingu í gegnum tíðina en sem dæmi mætti nefna fótbolta, frjálsar, bardagaíþróttir og jóga. Hún stundar nám við Sálfræðideild Háskóla Íslands og mun þjálfa hina ýmsu hóptíma hjá Kvennastyrk samhliða námi og fjölskyldulífi, auk þess sem Berglind mun taka að sér einkaþjálfun.
„Ég legg mikla áherslu á hreyfingu og mataræði sem hluta af heilbrigðum lífstíl þar sem tilgangurinn er að líða vel og efla heilsu, bæði líkamlega og andlega. Það er sigur að mæta sjálfum sér þar sem maður er staddur hverju sinni og ég er alltaf tilbúin að mæta ykkur þar. Ég vil að öllum þeim konum sem mæta í þjálfun hjá mér líði betur þegar þær fara eftir góða æfingu í jákvæðu andrúmslofti.“
Þjálfari
Petra Baumruk
Petra kennir Pilates Klassik og Firm Fit tíma á sunnudögum sem er byggður á HIIT þjálfun og loks mun hún taka að sér einkaþjálfun í vetur frá 1. október. Petra er lærður Pilates kennari og hefur kennt Pilates síðan 2013.
Fyrir utan það að vera Pilates kennari er hún menntaður lögfræðingur, móðir og starfar við Háskólann á Bifröst. Hún er mikil keppnismanneskja og hefur stundað handbolta og hindrunarhlaup. ,,Ég legg mikla áherslu á að líða vel bæði líkamlega & andlega og finnst mikilvægt að finna gleðina í að hreyfa sig fyrir heilsuna og vellíðan í eigin líkama”.
Þjálfari
Marsibil Hera
Marsibil Hera hoppar inn og þjálfar allskonar tíma. Hún hefur bakgrunn í crossfit alhliða þjálfun. Hæfileikar Marsibil Heru eru margir og er hún í Háskóla Íslands að læra sjúkraþjálfun milli þess sem hún þjálfar styrktartíma hjá Kvennastyrk.
Jógakennari
Katharina Helene Gross
Katharina lauk 200 tíma grunnnám sem jógakennari í Amarayoga vorið 2023 og hóf strax 300 tíma framhaldsnám í jógafræðum að því loknu. Sem hlutur af framhaldsnámi er hún nú þegar búin að ljúka námið sem Jóga Nidra kennari og hugleiðslu. Katharina er með margra ára reynslu í jóga en jóga ferðalagið hennar hófst 2006 á þeim tíma í meðgöngu- og mömmujóga.
,,Að stunda Jóga er eins og að koma heim, dásamleg og gefandi leið að tengjast sjálfri mér betur, næra og styrkja bæði sál og líkama. Að kenna jóga er svo í rauninni að toppa þessa eigin upplifun með því að fá að taka aðra með mér inn í þetta ferðalag að tengja inn á við og gefa af mér í leiðinni.“
Katharina er fædd og uppalin í Þýskalandi en hefur búið á íslandi frá því 1998. Hún er þriggja barna móðir sem er búsett í Hafnarfirði með hund og kött, starfar sem þýskukennari í menntaskóla en einnig sem leiðsögumaður á sumrin.