Þjálfararnir okkar

Eigandi & yfirþjálfari
Viðar Bjarnason
Viðar er reynslubolti á sviði þjálfunar og hefur umsjón með tímum Kvennastyrks ásamt því að kenna þá ansi marga. Hann er einkaþjálfari frá Intensive PT í Svíþjóð og er þrautreyndur á sínu sviði. „Ég var yfirþjálfari þreks hjá RVK MMA og sá um styrktarþjálfun yngri flokka hjá Val síðustu misseri. Í dag hef ég fært mig alveg yfir í Kvennastyrk ásamt því að vera þrekþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Val. Í öllum okkar tímum er hægt að aðlaga æfingar að þörfum hverrar og einnar sem gerir konum kleift að prófa það sem þeim langar til, burt séð frá fyrri reynslu. Við bjóðum fjölbreytta tíma fyrir fjölbreyttar konur í hjarta Hafnarfjarðar.“

Eigandi, framkvæmdarstjóri & þjálfari
Halldóra Anna Hagalín
Halldóra er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hefur áratugareynslu í markaðs- og stjórnunarstörfum. „Ég stekk til og kenni ýmsa tíma hjá Kvennastyrk en er í einkaþjálfaranámi eins og stendur. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan ég hóf þjálfun hef ég góðan grunn og vinn undir styrkri handleiðslu Viðars. Við þjálfararnir leggjum öll mikla áherslu á að hér líði konum vel og við aðlögum æfingar þegar þörf er á. Ásamt þjálfun sé ég um rekstrarhluta Kvennastyrks. Ég er reynd í textagerð, markaðsmálum og heimasíðugerð og tek að mér ráðgjafastörf fyrir smærri aðila í markaðsmálum sem og heimasíðugerð.“
_edited.jpg)
Þjálfari
Alda Ólafsdóttir
Alda sér um 60+ tímana. Alda er menntaður Íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands og er að hefja mastersnám á því sviði. Alda hefur stundað fótbolta frá unga aldri og hefur lagt stund á Crossfit. Hún er einnig með Crossfit-Level 1 þjálfararéttindi. ,,Íþróttir, líkamsrækt og heilsa er það sem ég brenn mest fyrir. Ég hef þjálfað ýmis fótboltanámskeið og svo sá ég nýlega um stólaleikfimi og einstaklingsþjálfun á hjúkrunarheimili. Ég hef lært margt af reynslu minni og menntun og legg mikla áherslu að fólk hreyfi sig rétt og vel.“

Jóga kennari
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir
Árný leiðir Yoga hjá Kvennastyrk á fimmtudögum og laugardögum. Árny lngveldur Brynjarsdóttir hefur kennt yoga síðan 2014. Hún er menntaður Hatha/lyengar yoga kennari frá Open Sky Yoga frá New York og Restorative yoga lærði hún 2018 undir handleiðslu Judith Lasater frá Bandaríkjunum. „Ég hef mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri vellíðan kvenna og legg mig fram við að leiðbeina og þjóna þeim sem til mín koma í tíma.“ Yoga er eins og kennarinn, mjúkt, einstaklingsmiðað, róandi og hentar öllum sem vilja byrja að stunda yoga.

Þjálfari
Jóna Dóra
Jóna Dóra kennir MömmuStyrk þrisvar í viku. Jóna Dóra er styrktarþjálfari frá ÍAK og fimm barna móðir. Áhugasvið hennar liggur í styrktarþjálfun og næringu en hún er hlaupari að upplagi og hefur nýtt sér styrktarþjálfun fyrir sig sjálfa. „Ég er einnig snyrtifræðimeistari með áratuga starfsreynslu, ég hef Cidesco réttindi frá Kaupmannahöfn, kennsluréttindi frá HÍ auk þess að vera Markþjálfi frá Evolvia. Sem styrktarþjálfari legg ég áherslu á mikilvægi þess að hlusta á líkamann, búa sér til góðar venjur og sterkan grunn til að vinna út frá."