Tímar í boði | Kvennastyrkur
top of page
Kettlebell

Tímar í boði

Fjölbreyttir tímar allan daginn fyrir allar konur. Í öllum tímum æfa konur undir styrkri handleiðslu þjálfara sem aðlaga allar æfingar eftir þörfum að hverri og einni. Ungar sem aldnar, byrjendur sem lengra komnar geta þannig æft hlið við hlið á sínum eigin forsendum og eftir eigin getu. Tímarnir eru fjölbreyttir og í æfingum notum við ketilbjöllur, lóð, teygjur, eigin líkamsþyngd og ýmislegt fleira. 

Styrkur

Styrkur er oft á daga alla virka daga frá klukkan 6.40. Unnið er með styrk, vöðvaþol, úthald, hreyfanleika með fjölbreyttum æfingum og útfærslum. Við notum lóð, teygjur, ketilbjöllur, eigin líkamsþyngd og allt það sem okkur dettur í hug hverju sinni. Skemmtilegt og einstaklega fjölbreytt.

TabataStyrkur

Tabataæfingar þar sem við æfum í ákveðið margar sekúndur og þurfum ekkert að telja. Þú velur hvort þú keyrir létt og hratt eða þungt og hægt.

TabataStyrkur er í hádeginu tvisvar í viku.

Firm Fit

Firm Fit eru ný viðbót hjá Kvennastyrk. Tímarnir byggja á HIIT þjálfun en HIIT flokkast undir þolþjálfun og stendur skammstöfunin fyrir high intensity interval training eða m.ö.o. lotuþjálfun þar sem unnið er í ákveðinn tíma með stuttum pásum milli æfinga. Unnið er mestmegnis með eigin líkamsþyngd en gripið í lóð, minibönd og ketilbjöllur einstaka sinnum. Hver vinnur á sínum hraða og eftir sinni getu og henta þessir tímar því vel bæði byrjendum sem lengra komnum.

Jóga / endurheimt

Náðu þér niður eftir æfingar vikunnar, auktu liðleika, grunnstyrk og vellíðan. Enginn grunnur nauðsynlegur. Ef þú ert með kort í ræktarsalinn eingöngu getur þú líka komið í jóga. Á þriðjudagsseinnipörtum er blanda af endurheimt- og slökunarjóga og á laugardögum er það endurheimt og teygjur.

Pilates námskeið

Í boði eru tvö lokuð Pilates Klassik námskeið. Fyrir byrjendur og hinsvegar framhaldsnámskeið.

 

Á byrjendanámskeiðinu er farið í grunnhreyfingar og aðallega stuðst við dýnuna og eigin líkamsþyngd. Á framhaldsnámskeiðinu eru kenndar fleiri æfingar og nýttir litlir & stórir Pilates boltar og teygjur. 

Sjá nánar hér

KraftStyrkur

Áhersla er lögð á þyngri lyftingar og tækni. Unnið í að auka vöðvastyrk og getu. Vertu ófeimin, við getum allar lyft. Líka þó við höfum aldrei gert það áður. Við vinnum alltaf út frá getu okkar í dag. KraftStyrkur er í hádeginu þrisvar í viku.

Styrkur 60+

Frábærar og fjölbreyttar styrktar- og þrekæfingar fyrir konur sextíu ára og eldri. Unnið í að auka vöðvastyrk og getu og nýtum við allskonar æfingar til þessa. Við endum alltaf tímana á teygjum og förum út enn hressari. Tímarnir eru alla mánudaga til fimmtudaga klukkan 13.10.

MömmuStyrkur

Tími ætlaður konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma - sem og ófrískum konum. Lagt er upp með að auka styrk og þol, kenna rétta líkamsbeitingu í ýmsum æfingum og kenna konum á þær breytingar sem hafa átt sér stað á meðgöngunni og eftir fæðingu. Allar æfingar eru skalanlegar upp og niður svo þú ræður þínu tempói og við vinnum alltaf út frá líkamsástandi dagsins í dag.

HelgarStyrkur

Alveg eins og Styrkur nema núna er gefið aðeins í. Förum aðeins lengra, þyngra, hraðar og meira! Breytilegir tímar viku frá viku, stundum félagaæfing þar sem unnið er með vinkonu, stundum eitthvað annað. En alltaf gaman! 

Heyrum frá iðkendum ...

Water Drops

Iðkandi Kvennastyrks

„Ég er mjög ánægð með andann i stöðinni, alltaf vel tekið á móti manni með brosi og gleði sek gerir manni auðvelt að skilja öll sín vandamál eftir fyrir utan. Ég er lika ánægð með fjölbreytileikann og þakklát fyrir þá tíma sem er búið að bæta inn í stundatöfluna. Þá er ég líka mjög ánægð með valkostinn að geta skráð mig í þá tíma sem ég vil á sportabler í staðinn fyrir að vera föst á vissum tímum, það hentar mér mikið betur og ég get mætt oftar í viku ...“

bottom of page