top of page

10 skipta klippikort

Fyrir þig sem ert á ferð og flugi í sumar er klippikortið fullkomið!

10 skipti sem gilda í þrjá mánuði með 20% afslætti!

Fullt verð er 26.990 kr.

🔹Tilboðsverð 21.592 kr. 

20% afsláttur af fyrsta mánuðinum

Ef þú kemur í áskrift í dag færðu 20% afslátt af fyrsta mánuðinum. 

Við göngum frá þessu tilboði fyrir þig á staðnum sem gildir til 12. júlí.

Líkamsrækt fyrir konur

Fjölbreytt, skemmtilegt og fyrir allar konur.

Kvennastyrkur er líkamsræktarstöð í hjarta Hafnarfjarðar, fyrir allar konur, á Strandgötu 33. Við bjóðum hvetjandi, faglega og vandaða þjálfun, fjölbreytta einstaklingsmiðaða hópatíma og vel útbúna rækt. Handklæði eru til afnota og allt það helsta eins og tíðarvörur, eyrnapinnar, hárþurrkur, sléttujárn til staðar í frábæra klefanum okkar.

 

Við í Kvennastyrk hvetjum þig til að hreyfa þig eftir eigin getu, hafa ánægju af og öðlast aukið heilbrigði.

Upplifun iðkenda Kvennastyrks

„Fagmennskan og það hvað þið þekkið fólkið ykkar vel og vitið hvað það getur og hvenær er tímabært að þyngja/létta og hvernig ykkur finnst ekkert mál að vinna í kringum hvaða vandamál sem er hjá hverjum og einum og passið vel uppá að maður beiti sér rétt. Hvað þið eruð hvetjandi á jákvæðan hátt. Og þetta yndislega og notarlega viðmót sem mætir manni alltaf þegar maður kemur sem gerir það að verkum að sama hvernig dagurinn hefur verið hlakkar manni samt til að koma :)“
IMG_20230420_112743_319.jpg

Vertu með!

Við sýnum metnað í þjálfun og aðlögum allar æfingar að hverri og einni konu eftir þörfum. Bjóðum fjölbreytta tíma fyrir allar konur. Þú finnur örugglega eitthvað við hæfi og ef þú ert í vafa er tilvalið að koma og prófa tíma, það er frítt!

Workout Facility

Myndir frá stöðinni

20220821_123514.jpg
393822872_362938849417576_1454018953543652183_n_edited.jpg
394315095_864061941660578_437290783260176013_n.jpg

Okkar nálgun

Þjálfun

Við erum hér fyrir ykkur. Við aðlögum allar æfingar að eftir þörfum að hverri og einni svo hér geti byrjendur sem og lengra komnar á öllum aldri  æft hlið við hlið á sínum eigin forsendum. 

Virðing

Við berum virðingu fyrir hvor annarri. Við eigum allar okkar sögu og ástæður fyrir því hvernig við erum í dag. Við vitum að það er engin ein leið sú rétta og við tökum okkur eins og við erum. Við birtum ekki myndir án samþykkis nema að gera þær mjög óskýrar þar sem við virðum einkalíf okkar iðkenda.

Metnaður

Við leggjum okkur fram við að veita frábæra þjónustu og fagmennsku. Ræktaraðstaðan er afar góð, æfingar  í hópatímum fjölbreyttar og í skiptiklefa eru handklæði til afnota og allt það helsta til að gera upplifun þína sem allra besta. Við erum hér fyrir okkar iðkendur.

Samheldni

Við erum ein heild. Það er engin fremri en önnur og allar vinna á sínum hraða. Við gerum okkar besta miðað við aðstæður og dagsform og er samheldni sem skapar ómetanlega orku í Kvennastyrk. 

Pistlar

Opnunartímar

Contact

Opnunartími iðkenda

Virkir dagar 6.30-21.00

Laugardagar 8.30-18.00

Sunnudagar 9.00-18.00

Opnunartími verslunar

Mánud. - fimmtud. 8.00-18.00

Föstudaga 8.00-13.00

Laugardaga 8.30-11.00

Vörurnar okkar

AbRtcN3s.png

SBD

Erum með hnéhlífar, olnbogahlífar, og úlnliðsvafninga frá SBD á Íslandi til sýnis og í sérpöntunarsölu. Vandaðar vörur og vinsælar fyrir lyftingar.

MFITNESS

Seljum vandaðan íþróttafatnað frá Mfitness. Á staðnum eru sérvaldar vörur en einnig er hægt að sérpanta hjá okkur og fá vörur til afhendingar hér.

Hreysti logo png.png

HREYSTI

Minibönd eru hin mesta snilld í að styrkja hné og fætur. Við erum meðal annars með minibönd frá Hreysti, nuddbolta, drykkjarbrúsa og steinefnatöflur.

Screenshot 2023-10-19 170023.png

Z krem

Við bjóðum iðkendum okkar upp á afnot á vörum frá Z krem í samstarfi við verslunina. Í sturtunni er sjampó, hárnæring og sturtusápa og á snyrtiborðinu krem & olíur fyrir hárið.

Viltu fá fréttir frá Kvennastyrk?

Takk fyrir skráninguna!

bottom of page