Þinn innri styrkur
Átt þú erfitt með að viðhalda hreyfingu, koma þér í gang eða hefur hugmyndin um planaða hreyfingu fælandi áhrif? Finnst þér jafnvel erfitt að taka skrefin t.d. inn og/eða í átt að líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum? Eða veistu kannski bara ekki hvar eða hvernig þú átt að taka fyrsta skrefið?
Erum að byrja með nýtt sex vikna námskeið sem tvinnar saman sálfræði og hreyfingu. Hreyfing hefur sýnt sig og sannað til að hafa jákvæð áhrif á kvíða og þunglyndi. Markmiðið með námskeiðinu er að yfirstíga kvíðann sem getur fylgt því að koma sér af stað í ræktinni, komast yfir hindranir tengdum hreyfingu og læra grunnhreyfingar og tækni.
Upplýsingar & skráning
Í sálfræðihlutanum sem eru hópatímar fá þátttakendur almenna fræðslu og spreyta sig á verkefnum varðandi eigin upplifanir sem snúa að tilfinningavanda, kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, áhrifum hreyfingar, ræktarkvíða og andlegri heilsu, kostum hreyfingar og hindrandi hugsunum.
Í hreyfihluta námskeiðsins verður farið yfir og kennd grunnatriði hvernig á að bera sig að í æfingum. Unnið verður út frá getustigi hvers og eins og æfingar aðlagaðar eftir þörfum. Notast verður við tæki, lóð, ketilbjöllur, teygjur, lóðastangir og fleira. Einnig verður farið yfir hvernig við liðkum líkamann, hitum upp, matarræði og æfingar almennt.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 14.10 og byrjar fyrsta námskeiðið þegar lágmarksþátttökufjölda hefur verið náð.
Kennarar: Karl Jónas Smárason, sálfræðingur og Viðar Bjarnason, styrktar- og þrekþjálfari.
Verð: 86.000 krónur.
Nánara fyrirkomulag námskeiðsins og tímasetningar Kennt er á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 14.10. •1.Vika: Sálfræði Mánudagur kl. 14.10-16.10: Sálfræði (Karl) - Um fyrirkomulag námskeiðisins, hugræna atferlismeðferð, almennt um tilfinningavanda: mér líður eins og ég hugsa; hvaðan koma hugsanir; fimm þátta líkan, spurningalistar. •2. Vika: Sálfræði og hreyfing Mánudagur kl. 14.10-16.10: Sálfræðitími (Karl) – Tilfinningar og tilvinningavandi: Kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat. Breytt hugarfar og afterlistilraun. Hugsanaskrá kynnt fyrir næsta tíma Miðvikudagur kl. 14.10-15.10: Hreyfing (Viðar) •3. Vika: Sálfræði og hreyfing Mánudagur kl. 14.10-16.10: Sálfræðitími (Karl) – Hvað er hreyfing og Ræktarkvíði. Hreyfing (Viðar). Miðvikudagur kl. 14.10-15.10: Hreyfing (Viðar). •4. Vika: Sálfræði og hreyfing Mánudagur kl. 14.10-16.10: Sálfræðitími (Karl) – Vanvirkni og breytt hugarfar. Hreyfing (Viðar). Miðvikudagur kl 14.10-15.10: Hreyfing (Viðar) •5. Vika: Sálfræði og hreyfing Mánudagur kl. 14.10-15.10: Sálfræðitími (Karl) – Gildi, markmið og hindranir. Hreyfing (Viðar). Miðvikudagur kl. 14.10-15.10: Hreyfing (Viðar). •6. Vika: Sálfræði og hreyfing Mánudagur kl. 14.10-16.10: Sálfræðitími (Karl) – Hvað nú? Stutt yfirferð, bakslög og viðhalda árangri. Hreyfing (Viðar).
Innifalið í námskeiðsgjaldi: - Átta tíma hópmeðferð í sálfræði - Átta líkamsræktartímar - Næringarfræði og persónulegir macros útreikningar ef áhugi er fyrir hendi - Kort í ræktarsalinn hjá Kvennastyrk á meðan námskeiði stendur - Einn jógatími á tímabilinu - Gjafapoki með heilsuvörum
Leiðbeinendur
Spurningar?
Ef þú hefur frekari spurningar varðandi námskeiðið hafðu endilega samband við okkur í síma 537 0606 eða sendu tölvupóst á