Komdu með til Kanarí
* 5. febrúar til 12. febrúar 2025 *
Sól í febrúar er æði!
Komdu með í sólina í febrúar!
Sólarferð Kvennastyrks verður nú farin í annað sinn. Fyrsta ferðin okkar var einkar vel heppnuð og alveg einstaklega skemmtileg. Nú förum við á annað hótel og tökum æfingarnar allar á hótelinu sjálfu!
-
Þér er velkomið að taka með þér maka eða einhvern annan sem þér finnst skemmtilegur!
-
Fyrir golfara er þetta svæði líka geggjað og því tilvalið að kippa golfsettinu með.
-
-
Um er að ræða Hreyfiferð til Kanaríeyja dagana 5. - 12. febrúar 2025.
-
Gist verður á fjögurra stjörnu hóteli í 7 nætur með fæði inniföldu, morgunverði, kvöldverði og hádegisverði þar á milli.
-
Á morgnana er hress æfing á geggjuðu æfingarsvæði á hótelinu!
-
Æfingarnar eru auðvitað valkvæðar og hægt á mæta alla daga eða stundum. Ykkar er alltaf valið.
Hótel: Hotel Duna Golf Suites
Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og hvetjum við ykkur til að skrá ykkur strax.
Staðfestingargjald er 50.000 kr. per sæti
Millifærsla: kt. 420595 2479
Reikn.nr. 0515-26-420595
Kortagreiðsla: Hringir í 552 2018 (TA Sport)
Þjálfarar:
Halldóra Anna Hagalín - Kvennastyrkur
Viðar Bjarnason - Kvennastyrkur
Skráðu þig hér aðeins neðar á síðunni!
Útiæfingar
Á morgnana verður æfing undir berum himni þar sem við rífum í lóð, ketilbjöllur, teygjur eða annað eins og þið þekkið frá æfingunum okkar í Kvennastyrk.
Æfingarnar eru á hótelsvæðinu.
Við fáum vatn á æfingum og þvott á æfingarfötunum!
Sundæfingar
Eftir æfingu skellum við okkur jafnvel í sundlaugina og liðkum okkur til.
Fæði innifalið
Innifalið er fullt fæði (morgunverður, hádegisverður og kvöldverður).
Einnig er innifalinn sameiginlegur kvöldverður þar sem við förum út á borða á veitingastaðnum Café Del Mar.
Verð
Tvíbýli: 259.800 kr. á mann
Einbýli: 324.800 á mann
Flug frá Keflavík til Kanarí með 20 kg. tösku.
Akstur til og frá flugvelli erlendis.
Gisting í 7 nætur!
Æfingar, matur, samvera & allskonar!