KvennaKraftur
-
Vilt þú fá 3 æfingar í viku, skipulagðar, úthugsaðar og útskýrðar?
-
Vantar þig pepp í ræktinni og langar í jákvæða hvatningu?
-
Viltu æfa sjálf í ræktinni en vantar aðhaldið?
-
Viltu styrkja þig & fylgja skipulögðu plani?
KvennaKraftur er online útgáfa af Kvennastyrk og er fjarþjálfun sem stuðlar að hreyfingu kvenna hvar sem þær eru staddar. Hægt er að stunda æfingarnar heima við með lágmarksbúnaði eða í hvaða líkamsrækt sem er. Við viljum hvetja allar konur til hreyfingar burtséð frá búsetu.
Hvað er innifalið í áskrift að KvennaKrafti?
-
Vinnubók þar sem farið er í markmið, tilgang og mataræði.
-
Æfingar vikunnar í tölvupósti einu sinni í viku
-
Myndbönd af öllum æfingum og kennsla
-
Aðgangur að Facebook hóp hvetjandi kvenna & þjálfara
-
Aðgangur að þjálfara í gegnum tölvupóst og Facebook
-
Live fundur einu sinni í mánuðum með þjálfurum og öðrum iðkendum
Upplýsingar & verð
Þú getur byrjað hvenær sem er í mánuðinum og samdægurs (eða daginn eftir ef þú skráir þig að kvöldi) færðu sendan tölvupóst með vinnubók og nánari upplýsingum. Svo kemur strax annar póstur með fyrsta æfingarplaninu þínu.
Vikulega kemur svo tölvupóstur með æfingum og live fundur er alltaf einu sinni í mánuði. Þú ræður auðvitað hvort þú mætir á live fundinn en þú getur tekið þann lauflétta spjallfund hvar sem er, í símanum eða tölvunni.
Mánuður í KvennaKraft kostar einungis 6.900 krónur.
Skráðu þig og nýttu okkur til að hjálpa þér að komast í gang og halda þér við efnið.