Pilates námskeið | Kvennastyrkur
top of page
7.jpg

Pilates Klassik

6 vikna námskeið

Í boði eru tvö Pilates Klassik.

Fyrir byrjendur og hinsvegar framhaldsnámskeið.

Í tímunum verður tekið vel á öllum líkamanum án hamagangs og henta tímarnir því vel öllum aldurshópum. Á byrjendanámskeiðinu er farið í grunnhreyfingar og aðallega stuðst við dýnuna og eigin líkamsþyngd. Á framhaldsnámskeiðinu eru kenndar fleiri æfingar og nýttir litlir & stórir Pilates boltar og teygjur. 

Hver tími varir í 55 mínútur þar sem 40 mín. fara í æfingar og 15 mín. í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist og kaldur bakstur nýttur til extra slökunar ef vilji er fyrir hendi.

Nánar um námskeiðin

Pilates er yfir 90 ára gamalt alhliða æfingakerfi sem byggir á sex meginreglum sem styðja að heilbrigðum líkama & sál; öndun, einbeitingu, flæði, nákvæmni, þol og slökun.
 
Æfingarnar eru góð blanda af styrktar-og teygjuæfingum sem reyna bæði á huga & líkama. Með æfingunum öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum. Þegar jafnvægi og stöðugleika er náð er sífellt erfiðari æfingum smám saman bætt við prógrammið og þannig fer líkamanum stöðugt fram. Með þessum kerfisbundnu æfingum öðlast líkaminn allur meiri styrk og sveigjanleika þar sem djúpvöðvar líkamans, sem við héldum að væru ekki til, eru þjálfaðir. Æfingarnar móta flottar línur líkamans, gefa m.a. fallega og langa vöðva, sléttan kvið, sterkt bak og stinnan rass. Ennfremur öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum.

PILATES KLASSIK (byrjendur)
Byrjendanámskeið þar sem farið er vel í grunnhreyfingar og tækni fyrir Pilates-æfingakerfið. Farið er yfir grunnreglurnar í Pilates og byggður upp góður grunnur svo auðveldara sé að byggja ofan á grunninn og halda áfram með erfiðari æfingar eftir námskeiðið. Í tímunum er aðallega stuðst við dýnuna og eigin líkamsþyngd. Hentar nánast öllum óháð aldri og bakgrunni. 

 

PILATES KLASSIK (framhald)
Gott framhald af námskeiðinu Pilates Klassik fyrir byrjendur. Námskeiðið er fyrir þær sem treysta sér í erfiðari æfingar með góðu kraftmiklu flæði. Hér eru kenndar fleiri æfingar, bætt við stórum sem litlum Pilates-boltum og teygjum. Auðvelt er að stjórna álaginu því oft eru kenndar mismunandi útfærslur af hverri æfingu og iðkendur geta valið sitt erfiðleikastig.

ATH. þú þarft ekki að hafa farið á Pilates Klassik byrjendarnámskeiðið hjá Kvennastyrk til þess að geta skráð þig á framhaldsnámskeið. Nóg að hafa æft Pilates áður og/eða treysta sér í erfiðari æfingar með góðu flæði. 

10 góðar ástæður til að æfa Pilates

  1. Aukinn styrkur djúpvöðva

  2. Betri líkamsstaða

  3. Fyrirbyggja skaða 

  4. Grannir & langir vöðvar /styrkir vöðvafestur A

  5. Aukið blóðflæði 

  6. Spennulosun 

  7. Aukin líkamsvitund 

  8. Aukinn liðleiki 

  9. Betra jafnvægi & einbeiting 

  10. Styrkja miðju líkamans (kviðvöðva, neðri hluta baks og mjaðma)

Nýtt námkeið hefst sunnudaginn 26. maí og er skráning hefst 29. apríl

  • Byrjendanámskeið: 1 sæti laus (6/4/24)

  • Framhaldsnámskeið: 2 sæti laust (6/4/24)

Byrjendanámskeið eru kennd á þriðjudögum frá 19.35-20.30 og sunnudögum frá 10.35-11.30.

Framhaldsnámskeið eru kennd á þriðjudögum frá 18.30-19.25 og sunnudögum frá 9.30-10.25.

Almennt verð 37.485 krónur (fyrir 6 vikna námskeið).

Tilboðsverð fyrir korthafa Kvennastyrk, 20.985 kr. fyrir hvert námskeið (fyrir 6 vikna námskeið).

Einnig er hægt er að fá einkatíma sem og vinkonutíma hjá Petru, hægt er að senda fyrirspurn á þá ásamt ósk um tíma á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is 


Þjálfari er Petra Baumruk

bottom of page