top of page
yoga pose

Pilates Klassik

4 vikna námskeið - Fullt á námskeiðið sem hefst 6. júní
6 vikna námskeið - Hefst 4. júlí

Pilates Klassik námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum.

Í tímunum verður tekið vel á öllum líkamanum án hamagangs og henta tímarnir því vel öllum aldurshópum. Stuðst verður ýmist við líkamann og dýnuna eina og sér, eða bætt við boltum, lóðum eða teygjum.

 

Tíminn varir í 60 mín. - 45 mín. fara í æfingar og 15 mín. í teygju-æfingar og slökun, þar sem hlustað verður á róandi tónlist.

Um námskeiðið

Pilates er yfir 90 ára gamalt alhliða æfingakerfi sem byggir á sex meginreglum sem styðja að heilbrigðum líkama & sál; öndun, einbeitingu, flæði, nákvæmni, þol og slökun.
 
Æfingarnar eru góð blanda af styrktar-og teygjuæfingum sem reyna bæði á huga & líkama. Með æfingunum öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum. Þegar jafnvægi og stöðugleika er náð er sífellt erfiðari æfingum smám saman bætt við prógrammið og þannig fer líkamanum stöðugt fram. Með þessum kerfisbundnu æfingum öðlast líkaminn allur meiri styrk og sveigjanleika þar sem djúpvöðvar líkamans, sem við héldum að væru ekki til, eru þjálfaðir. Æfingarnar móta flottar línur líkamans, gefa m.a. fallega og langa vöðva, sléttan kvið, sterkt bak og stinnan rass. Ennfremur öðlumst við betri líkamsstöðu og aukinn liðleika og drögum þannig úr hættu á meiðslum.

10 góðar ástæður til að æfa Pilates

  1. Aukinn styrkur djúpvöðva

  2. Betri líkamsstaða

  3. Fyrirbyggja skaða 

  4. Grannir & langir vöðvar /styrkir vöðvafestur A

  5. Aukið blóðflæði 

  6. Spennulosun 

  7. Aukin líkamsvitund 

  8. Aukinn liðleiki 

  9. Betra jafnvægi & einbeiting 

  10. Styrkja miðju líkamans (kviðvöða, neðri hluta baks og mjaðma)

  • Athugið að fullt er á fyrsta námskeiðið sem 4 vikna og hefst þriðjudaginn 6. júní.

  • Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 4. júlí og er 6 vikna námskeið. Skráning hefst mánudaginn 12. júní.
     

Kennt verður á þriðjudögum frá 18.20-19.20 og sunnudögum frá 10.20-11.20.

Tilboðsverð fyrir korthafa Kvennastyrk 23.850 krónur fyrir 6 vikna námskeið.

Almennt verð 34.350 krónur fyrir 6 vikna námskeið.

Hægt er að fá einkatíma sem og vinkonutíma hjá Petru, hægt er að senda fyrirspurn á þá ásamt ósk um tíma á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is 


Þjálfari er Petra Baumruk

bottom of page