Áfram gakk
- Kvennastyrksteymið
- Mar 26
- 1 min read

Nú þegar nýársbrjálæðið er runnið af okkur og „janúarátakið“ hefur runnið sitt skeið er kominn tími til að spjalla aðeins við okkur sjálfar um að halda áfram á réttri braut. Að halda áfram svo við hættum þessu átaksrugli og að halda áfram okkar frábæru leið þegar ræktin er orðin að rútínu - eða hér um bil að verða það.
Mættu í ræktina á letidögunum og mættu í ræktina á stuðdögunum. Mættu alltaf þegar þú hefur ákveðið að mæta og haltu þér í rútínu. Þegar rútínan er komin í gott stand þá er erfitt að missa af tímanum sínum, þegar þú ert búin að missa af einum er auðveldara að sleppa öðrum og ennþá auðveldara að sleppa þeim þriðja.
Auðvitað koma dagar sem maður bara nær ekki að koma því fyrir í dagskrá dagsins að mæta en þá er mál málanna að gefast ekki upp þá vikuna, eða þann mánuðinn.
Njóttu þess að taka þér klukkara fyrir þig og þína heilsu. Það skiptir svo miklu máli að gefast ekki upp enda er svo erfitt að vera alltaf að byrja upp á nýtt eftir hlé.
Taktu þér tak ef þú ert dottin úr rútínu, spýttu í lófana og komdu þér af stað. Hér er sparkið sem þú þurftir!
xoxo
Föstudagshugleiðingin er vikulegt fréttabréf okkar með fréttum og pistli vikunnar.
👉 Starfsemi okkar er meira en bara líkamsrækt – við byggjum upp samfélag sterkra kvenna sem styðja hvor aðra 💕
Comments