
Nú þegar febrúarmánuður er að renna sitt skeið koma lægðirnar oft á færibandi. Þá er ljúft að njóta kvöldanna með kertaljósum og þykkum teppum. En nú þegar mars bankar upp á fer maður líka að taka eftir því að það er farið að birta aftur - alveg helling - hallelúja!
Eftir margra mánaða dimmu er sálinni farið að lengja eftir bjartari dögum og hlýrri tíð. Úlpan er orðin frekar skítug og skórnir söltugir. Til að þrauka í gegnum þessa blautu tíð þá gleymum við því á milli ára hvernig þessir fyrstu mánuðir eru - og það er vel! Við þurfum það til að þrauka á þessu annars afar ljúfa skeri.
Við bíðum og bíðum eftir bjartari morgnum en svo er það stundum sem það bara léttir ekkert á þó það birti. Sálin er ennþá frekar þung og tilveran drungaleg. Það allra besta sem við gerum þegar svoleiðis stendur á er að stíga upp úr sófanum. Að taka frá tíma fyrir sjálfið okkar og gefa okkur stund til að hreyfa okkur reglulega. Þó svo að ferðir út fyrir landssteinanna lyfta okkur vissulega upp þá er tíminn sem við gefum okkur í hreyfingu það sem heldur okkur gangandi þegar heim er komið.
Það er orkugefandi og frábær útrás að hreyfa sig auk þess sem það skýtur endorfín sem er gleðihormónið okkar um líkamann og léttir á kollinum.
Líka þegar við nennum því bara alls ekki - þá verður æfingin oft sú allra besta. Því við sigruðum okkur sjálf og pilluðum okkur á æfingu. Við gátum þetta og komum út aðeins þreyttari í líkamanum en með skýrari hugsun og ferskari orku. Við sjáum aldrei eftir því að hreyfa okkur.
Hreyfðu þig fyrir þig, komdu þér af stað og njóttu þess.
xoxo
Föstudagshugleiðingin er vikulegt fréttabréf okkar með fréttum og pistli vikunnar.
👉 Starfsemi okkar er meira en bara líkamsrækt – við byggjum upp samfélag sterkra kvenna sem styðja hvor aðra 💕
Comments