top of page
Search

Lífið er svo frábært

Byrjaðu daginn á því að skella ísköldu vatni framan í þig, þurrkaðu þér, líttu í spegil og pældu í því hvað þú ert heppin að eiga heilan dag til að takast á við. Ískalt vatn í morgunsárið hendir af manni svefnmyglunni.


Taktu svo eftir því þegar þú gengur út úr húsi hvort þú heyrir fuglasönginn sem spilast í bakgrunninum. Taktu eftir manneskjunni sem bíður þolinmóð (eða ekki) eftir að vera hleypt inn í umferðina og hleyptu viðkomandi að - og stoppaðu fyrir vegfarandum sem bíður á gangbrautinni. Hleyptu á undan þér í röðinni í búðinni og vertu almennt bara extra næs.


Nú ef þér hryllir við tilhugsuninni um alla þessa hjálpsemi því þú ert að flýta þér og munar agalega um allar þessa extra sekúndur sem gætu safnast upp í heila mínútu mæli ég svo með að þú dragir að þér andann, lokir augunum og hristir þetta bull af þér. Það munar næstum aldrei um mínútu til eða frá.


Horfðu í kringum þig og sjáðu alla birtuna sem flæðir um nú þegar dagurinn er svo miklu lengri en í fyrradag. Birtan veitir manni svo mikla hlýju í sálinni.


Leyfðu þér að ganga inn í daginn með bros á vör og vittu til - dagurinn fagnar þér þegar grunnt er á brosinu.


Njóttu þess að vera til og brostu framan í heiminn - þá mun heimurinn brosa við þér!


xoxo


Föstudagshugleiðingin er vikulegt fréttabréf okkar með fréttum og pistli vikunnar.


👉 Starfsemi okkar er meira en bara líkamsrækt – við byggjum upp samfélag sterkra kvenna sem styðja hvor aðra 💕


 
 
 

Comments


bottom of page