top of page
Raw Vegetables

Taktu til í mataræðinu

Fjögurra vikna námskeið hefst 4. janúar

Elfa Ýr Mundell næringarþerapisti leiðir.

Borðaðu rétt ... fyrir þig!

Sniðið að konum á öllum aldri, konum sem stunda líkamsrækt og þær sem vilja læra að næra sig betur

Um námskeiðið

Námskeiðið er fjögurra vikna og hefst 4. janúar. 

 • Ert þú tilbúin að gera jákvæðar breytingar á einungis 4 vikum?

  • Vilt þú læra hvaða matur inniheldur til dæmis prótein og steinefni?

  • Vilt þú ná betra jafnvægi á blóðsykrinum og orkustigi líkamans?

  • Vilt þú koma betra jafnvægi á hormón og önnur efnaskipti?

  • Vilt þú styrkja ónæmiskerfið?

  • Viltu missa aukakíló í bónus?
    

Þá er námskeiðið „Taktu til í mataræðinu“ tilvalin leið til þess að taka fyrstu skrefin í átt að aukinni orku, betri líðan og efldri heilsu.

Þetta er námskeið sem snýst ekki um boð og bönn, heldur lærum við að skoða betur það sem við erum að borða. Við lærum hvernig við getum bætt það, bætt við það eða lagað aðeins til, svo maturinn sé næringarríkari fyrir okkur og rugli ekki í blóðsykri, hormónum og fleiru.

Það sem við ætlum við að gera:

 1. Við ætlum að læra að velja betur

 2. Við munum uppgötva auðveld og hagnýt ráð fyrir hreinna mataræði 

 3. Við munum komast að því næringarríkur og hollur matur getur verið mjög bragðgóður

 4. Við lærum að það þarf ekki að vera flókið að næra líkamann vel

 5. Við munum læra hvernig er best að næra líkama sem stundar reglubundna hreyfingu

 6. Við munum finna hvað hentar líkamanum að fá eftir æfingar og fyrir

 7. Saman ætlum við að taka fyrstu skrefin í átt að heilbrigðari lífsstíl og betri heilsu.
   

Námskeiðið er að hluta til á netinu en hist er í Kvennastyrk við upphaf námskeiðs og í lokin. 

 • Fyrsti tími: Miðvikudagur 4. janúar, klukkan 19.30.

 • Seinni tími: Miðvikudagur 1. febrúar, klukkan 19.30.

Konur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem þær fá vikuleg verkefni, stuðning og fróðleik mjög reglulega ásamt hugmyndum að uppskriftum. Á námskeiðinu er mikið lagt upp með hvatningu og stuðning. 

„Mér fannst þetta gott námskeið þar sem að það var ekki verið að hamra á hvað væri bannað heldur að horfa á matinn sem við værum og borða og meta gæði hans. Maður lærði fullt af nýjum uppskriftum og fróðleik um líkamann og virkni mataræðis á hann. Það skemmdi heldur ekki fyrir að finna mun á sjálfum sér til að hvetja mann áfram að halda sig á réttri braut. Bæði fann ég mun andlega og líkamlega, ég var ekki eins þreytt síðdegis og svaf betur eftir að ég minnkaði kaffidrykkjuna. Einnig léttist ég aðeins en það var bara plús við allt hitt. Heilt yfir var þetta góður byrjunar stuðningur á tiltekt í mataræðinu sem ég mun síðan halda áfram með.“

Anna Helga

bottom of page