28 daga áskorun | Kvennastyrkur
top of page
Citrus Fruits

28 daga áskorun!

Fjögurra vikna námskeið hefst 11. maí!

Elfa Ýr Mundell næringarþerapisti leiðir.

Borðaðu rétt ... fyrir þig!

Langar þig að skoða mataræðið og bæta en ert ekki viss hvar eða hvernig þú átt að byrja? í sameiningu förum við yfir það, prófum saman nýjar uppskriftir og fáum fullt af hugmyndum. Við lærum að skipuleggja okkur betur, gerum verkefni saman og skoðum hvernig er best að setja máltíðir saman. Einnig förum við yfir það hvað er gott að borða fyrir og eftir æfingar og margt margt fleira. 

Taktu til í mataræðinu

Fjögurra vikna áskorun hefst laugardaginn 11. maí með hittingi í Kvennastyrk. 

Verð aðeins 15.000 kr.

Langar þig að vera með í að taka til og bæta mataræðið?

  • Vilt þú öðlast meiri orku 

  • Vilt þú minnka bólgur í líkamanum

  • Vilt þú vita meira um magaflóruna og hvaða áhrif hún hefur á heilsuna

  • Vilt þú vita meira um blóðsykur og vita afhverju það er mikilvægt að huga að honum 

  • Vilt þú minnka heilaþoku 

  • Vilt þú sofa betur

  • Vilt þú missa nokkur kíló

  • Viltu vita meira um hvernig við getum haft gott jafnvægi á mataræðinu okkar

  • Viltu bæta hormón og efnaskipti

  • Viltu vita hvernig stress getur haft áhrif á heilsuna og hvernig við getum stutt líkamann með næringu til að díla við stress
     

Ef þú sagðir já við einhverju þessu hér að ofan, þá er þessi áskorun fyrir þig
 

Við förum í gegnum hvað er gott að borða fyrir og eftir æfingar, allskonar uppskriftir fyrir fjölbreytt tilefni, kosti og galla innihaldsefna, hvað er nauðsynlegt fyrir líkamann og hvað ekki.

  • Ert þú tilbúin að gera jákvæðar breytingar á einungis 4 vikum?

    • Vilt þú læra hvaða matur inniheldur til dæmis prótein og steinefni?

    • Vilt þú ná betra jafnvægi á blóðsykrinum og orkustigi líkamans?

    • Vilt þú koma betra jafnvægi á hormón og önnur efnaskipti?

    • Vilt þú styrkja ónæmiskerfið?

    • Viltu missa aukakíló í bónus?
       

Þetta er námskeið sem snýst ekki um boð og bönn, heldur lærum við að skoða betur það sem við erum að borða. Við lærum hvernig við getum bætt það, bætt við það eða lagað aðeins til, svo maturinn sé næringarríkari fyrir okkur og rugli ekki í blóðsykri, hormónum og fleiru.

Námskeiðið er á netinu en hist er í Kvennastyrk við upphaf námskeiðs. 

  • Fyrsti tími: Laugardaginn 8. maí klukkan 12.15.

Konur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem þær fá vikuleg verkefni, stuðning og fróðleik mjög reglulega ásamt hugmyndum að uppskriftum. Á námskeiðinu er mikið lagt upp með hvatningu og stuðning. 

„Ég er mjög ánægð með námskeiðið Taktu til í mataræðinu. Vel framsettar upplýsingar um blóðsykur, magaflóruna, samsetningu máltíða, vítamín o.fl. þannig að ég er töluvert fróðari um þessa hluti. Það var gott að fá upplýsingarnar jafnt og þétt og þá varð þetta aldrei yfirþyrmandi. Mikið af fínum uppskriftum og ég var þakklát að Elfa Ýr var einnig með uppskriftir sem hentuðu grænmetisætum. Ég fann fyrir meiri orku og vellíðan og ég lagði af.“
bottom of page