Leyfðu þér að njóta
top of page

Leyfðu þér að njóta

Neinei, ekki gúffa í þig heillri pizzu eða lítrum af bjór. Við erum að tala um að njóta líkams- og sjálfsræktar.

Við þekkjum það flest að vera á kafi í vinnu, fjölskyldustússi, og bara lífinu sjálfu og allt of oft er sjálfsræktin það fyrsta sem fær að fjúka af dagskránni.

Þarna verðum við að stoppa í augnablik. Við þurfum að stoppa og vega og meta kosti þess að æfa og rækta sjálfið.

Allt sem við tökum okkur fyrir hendur krefst einbeitingar og það er fátt betra en að hreinsa hugann, taka æfingu og hreyfa sig áður en við förum í ný verkefni. Að hefja daginn eða ljúka honum með hreyfingu eða jafnvel með því að skjótast inn á milli verkefna á daginn gefur okkur orku, skýrari huga og gerir okkur enn betur kleift í að takast á við áskoranir.


Við fáum bara einn líkama og eitt líf, grípum tækifærið.


Við erum alltaf besta útgáfan af okkur, við eigum vissulega misgóða daga eins og eðlilegt er en með því að rækta okkur, bæði sál og líkama, verður besta útgáfan af okkur sterkari og sterkari. Krafturinn eykst og við getum betur verið til staðar fyrir öll þau verkefni sem við þurfum að takast á við. Með fjölskyldunni, vinum og í vinnu.


Vertu dugleg að hugsa um þig og ekki gleyma því að hvetja fólkið í kringum þig til að gera það sama. Við getum hjálpað hvort öðru að gleyma ekki sjálfsræktinni. Þannig eflum við okkur og nærumhverfið okkar.


Lífið er núna!


xoxo

18 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page