top of page

Bank bank ...

Nú er komið vel inn í janúarmánuð og þá er ágætt að tékka sig aðeins af. Er ég á þeirri vegferð sem ég ætlaði mér að vera á? Eru einhverjar venjur sem ég ætti að láta af eða bæta við?

Sumar byrja árið þráðbeinar í baki, bringan upp og hnarreistar. Fullar af loforðum um að nú skuli þetta koma. Nú sé kominn tíminn þar sem gera skal allt og rústa öllu.

En þannig virkar ekki raunheimurinn. Þú getur ekki allt. Og því er að velja vel. Veldu þær baráttur sem þú ætlar að sigra því alveg eins og í uppeldi, ef þú ætlar að vinna þær allar þá tapast allt.

Haltu þínu striki í ræktinni, vertu ákveðin í hve oft þú ætlar að mæta. Vertu raunhæf. Þó þú sért raunhæf er að sjálfsögðu frábært að skora svolítið á sig, reyna aðeins meira á sig í dag en í gær. Bara ekki skora á þig í öllu í einu.

Ekki springa og hætta öllu. Það skiptir öllu máli að halda dampi, halda áfram vegferðinni. Eitt skref, einn dagur, eitt verkefni.

U got this!

30 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page