top of page

Litlu sigrarnir


Til að afreka eitthvað stórt eða smátt þarf að taka fullt af litlum skrefum. Það eru litlu skrefin sem skipta mestu máli því þau færa okkur hægt og rólega að þeim stærri. Jafnvel þó við dýfum okkur kannski beint í djúpu laugina með eitthvað verkefni þurfum við litlu skrefin til að negla verkefnið.

Lítil skref og sigrarnir fylgja

Það eru litlu skrefin sem færa okkur litlu sigrana og þeim ber að fagna mest! Dagurinn í dag (og allir næstu dagar) eru stútfullir af litlum skrefum sem við tökum mismeðvitað í átt að einhverju öðru. Þegar við sleppum því að borða heila pizzu og fáum okkur kannski bara tvær sneiðar er það lítill sigur. Þegar við sleppum því að fá okkur Lion Bar og fáum okkur eitthvað aðeins hollara er það lítill sigur. Jafnvel það að fara fram úr á morgnana án þess að „snooza“ getur verið lítill sigur í átt að því rústa deginum. Þegar við leggjum hugsun í hvað við borðum er lítið skref í átt stærri sigrum og þegar við veljum hollari kostinn er það sigur!


Tökum eftir öllum þessum litlu sigrum í deginum okkar og fögnum þeim. Það gerir daginn svo miklu skemmtilegri, bjartari og betri. Verum stoltar af okkur fyrir að velja hollari kostinn, fyrir að mæta í ræktina eða taka göngutúr, fyrir að velja á hverjum degi að fara fram úr rúminu og rústa deginum. Berum höfuðið hátt og föngum daginn, daginn eftir dag!


Þegar svo kemur að erfiðari dögunum, vigtin var kannski óvingjörn þennan morguninn, veskið frekar tómt eða bara við borðuðum alla pizzuna skulum við draga fram litlu sigrana og halda ótrauðar áfram. Ekki berja okkur niður fyrir það sem við neglum ekki, neglum það bara næst. Ekki lúta höfði í ósigri dagsins, berðu það hátt og fagnaðu að það kemur nýr dagur rétt bráðum, með nýjum degi koma nýjar áskoranir og fullt af möguleikum til að negla þær, sigra og gleðjast.


Lifum, leikum, njótum og fögnum!


xoxo

23 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page