top of page

Markmiðasetning!

Vissir þú að með því að skrifa niður markmið þá ertu allt að 80% líklegri til að ná þeim!

Já, hugleiðing vikunnar snýst um ljúfa litla markmiðasetningu þar sem mörg lítil markmið verða að leiðinni að því stóra. Markmiðin okkar eru persónuleg og sniðin að því að gera þína vegferð drifnari árangri.


Það eru ótal leiðir til að setja sér markmið og engin er sú eina rétta fyrir utan það að öll markmið snúast um að ná einhverju marki, eitthvað sem þú vilt sjálf fyrir þig ná. En við ætlum þó að fara bara yfir eina leið (þeirri sem er uppáhalds hjá þeirri sem þetta skrifar). Og munið, þetta þarf allt að vera skrifað niður!


Númer 1: Hvar viltu vera eftir 5 ár? Skrifaðu niður hinn fullkomna dag að fimm árum liðnum. Hvar býrðu, hverjir koma að deginum þínum, hvernig líður þér og hvað er hluti af daglegu rútínunni?


Númer 2: Hvar viltu vera eftir 1 ár? Hverju viltu vera búin að áorka að ári liðnu? Ertu byrjuð að stefna í áttina að fimm ára hugmyndinni? Hverju viltu vera búin að ná eftir eitt ár?


Númer 3: Við drögum hugleiðinguna nær nútímanum og ritum niður 10 atriði sem við viljum ná á árinu.


Númer 4: Þessi síðasti punktur er mikilvægastur! 1. Hver eru tíu litlu markmiðin þín sem leiða þig að þessum 10 atriðum? Ritaðu niður hvernig þú getur breytt venjum nútíðarinnar þannig að þau leiði þig áfram. Geturðu valið betri kosti í daglegum verkum?


Litlu skrefin okkar eru vegferðin

Litlu markmiðin okkar skipta miklu máli ef ekki mestu því þau eru vegferðin og leiða okkur áfram að þeim stærri skref fyrir skref. Það er ekki hvað sem skiptir mestu máli heldur hvernig við komumst þangað.


Já og munum svo að fagna litlu sigrunum. Við elskum litlu sigrana mezt!


xoxo

45 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page