Í síðustu viku vorum við að ræða um markmiðasetningu og hvernig að skrifa niður markmiðin okkar eykur líkurnar til muna að við náum þeim og vinnum markvisst að þeim, meðvitað & ómeðvitað.
Stundum finnst manni að markmiðin þurfi að vera stór og göfug en raunin er sú að markmiðin okkar sjálfra fara fullkomnlega eftir líðan okkar þann daginn. Það er best að lesa yfir markmiðin reglulega og aðlaga að breyttri dagslíðan.
Litlu markmiðin okkar snúa að okkar daglega mausi, stundum viljum við bæta okkur í að ganga frá þvottinum eða að borða reglulega en stundum viljum við auka hreyfingu eða veita börnunum okkar auka athygli. Þetta snýst allt um hvert við snúum athyglinni okkar hverju sinni og hvað við viljum leggja áherslu á - það eru litlu markmiðin okkar sem verða að litlu sigrum í upphafi sem svo eflast og verða að stærri markmiðum til lengri tíma.
Í ræktinni vinnum við allar eftir eigin getu hverju sinni og þannig eiga markmiðin að vera. Jafn mismunandi og við erum.
Við sigrum daginn og lífið sjálft með okkar eigin litlu daglegu sigrum. Við komumst af, döfnum og vöxum á hverjum degi með jákvæðina að vopni og þakklæti í hjarta. Það er lífið.
Áfram veginn, áfram gakk.
xoxo
Comments