Trú á eigin getu
top of page

Trú á eigin getu

Saman erum við sterkar, saman erum við kröftugar, saman erum við hvatning til hvor annarrar. Saman eflum við hvor aðra til að mæta, kæta og halda áfram að bæta.

Skemmtilegasta sem við heyrum eru sögur frá ykkur um eitthvað sem er betra í lífi ykkar með reglubundinni hreyfingu. Og þakklætið er algjört fyrir að vera með ykkur í þessu ferðalagi.


Ef ykkur er illt einhversstaðar, mætið samt. Ef þið eruð þreyttar, mætið samt. Ef þið nennið ekki, mætið samt. Þegar við mætum samt sigrum við. En við vitum líka að það getur verið erfitt að mæta aftur þegar maður er dottin út, eitthvað hindrar þig einn daginn í að mæta og næsta dag verður afsökunin stærri - og smá saman fer það að verða æ erfiðara að taka fyrstu skrefin - aftur! Við vitum þetta og þú veist þetta.


Ef þú hefur dottið útúr rútínunni þinni - rífðu plásturinn af og komdu aftur. Komdu og gerðu það sem þú getur, í dag, miðað við þitt dagsform í dag. Við bökkum þig upp ef við vitum af eymslum, meiðslum, kvíðanum eða hverju því sem er að hrjá þig. Við fögnum tækifærinu að fá að bakka þig upp, að fá að standa að baki þér og aðstoða við að komast í betra líkamlegt ástand.

Hafðu trú á eigin getu - trúðu að þú getir!

Hafðu trú á eigin getu, trúðu að þú getir framkvæmt það sem þig langar og leyfðu okkur að aðstoða þig við að byggja upp aukna trú á eigin getu. Þegar við réttum úr okkur, berjum okkur á bringu og trúum á okkur sjálfar gerast ótrúlegir hlutir. Við getum nefnilega allt sem okkur langar, suma daga þarf bara að leggja meira á sig en aðra.


Að mæta og taka því örlítið rólegra en venjulega er klárlega mæting - og mæting er alltaf bæting. Við gerum betur saman, það er bara þannig!


xoxo



12 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page