Þinn streituvaldur
top of page

Þinn streituvaldur

Í dagsins önn og lífsins ólgusjó er stundum nauðsynlegt að staldra við og leita að þeim streituvöldum í lífi manns sem maður getur sleppt.

Streituvaldar geta verið afar lúmskir og snúist um litla hluti sem stóra. Sumum veldur mikil streita að finna hvað á að vera í matinn, hjá öðrum er mjög streituvaldandi að þrífa heimilið og enn aðrir svitna við tilhugsunina að „þurfa“ að mæta í boð. Allir streituvaldar geta legið jafn þungt á okkur því öll erum við jú afar mismunandi - og sem betur fer!

Verkefnið er að leita uppi streituvalda sem við getum leyst upp með öðrum hætti.

Getum við til að mynda pantað mat frá fyrirtæki eins og Eldum rétt eða Einn tveir og elda og leyst þannig hvað á að vera í matinn megnið af vikunni? Getum við fengið einhvern í heimsókn til að hjálpa til við þrifin, skemmt okkur á meðan við þrífum eða jafnvel bara nýtt okkur aðkeypt heimilisþrif? Getum við sagt nei við boðinu, hittingnum, veislunni eða hverju því sem er verið að fá okkur í? Listin við að útdeila verkefnum og segja nei við þeim sem við viljum ekki er dýrmæt og verður ekki auðveld nema við æfum okkur. Þó við séum allar að vilja gerðar þá getum við hreinlega ekki gert allt fyrir alla án þess að gleyma okkur sjálfum.

Gerum aðeins minna fyrir aðra og meira fyrir okkur sjálfar.

Þannig blómstum við!


xoxo

29 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page